Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarfélaga, dagsett 16. júní 2020 varðandi beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur jákvætt í aðgerðir til að halda aftur af hækkunum fasteignaskatts en telur frumforsendur þess að slíkt geti gengið eftir að breytingar verði gerðar á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga varðandi úthlutun framlags vegna fasteignaskatts þannig að sveitarfélögum verði ekki hegnt fyrir það að fullnýta ekki tekjustofna sína.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur jákvætt í aðgerðir til að halda aftur af hækkunum fasteignaskatts en telur frumforsendur þess að slíkt geti gengið eftir að breytingar verði gerðar á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga varðandi úthlutun framlags vegna fasteignaskatts þannig að sveitarfélögum verði ekki hegnt fyrir það að fullnýta ekki tekjustofna sína.