Fara í efni

Lagning hitaveitu að Hraunum í Fljótum

Málsnúmer 2006189

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 85. fundur - 24.02.2022

Vinna við hönnun tengingar hitaveitu að Hraunum í Fljótum er hafin. Gert er ráð fyrir talsverðri orkuþörf að Hraunum og að þar verði rekin umtalsverð starfsemi í framtíðinni.

Bragi Þór Haraldsson frá Verkfræðistofunni Stoð ehf fór yfir hönnunarforsendur verkefnisins en tengja þarf hitaveitu að Hraunum með 3 - 6 km stofnlögn. Sviðsstjóra er falið að vinna áfram að verkefninu með Stoð ehf ásamt starfsmönnum Skagafjarðarveitna.