Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

85. fundur 24. febrúar 2022 kl. 10:00 - 11:45 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
  • Eyrún Sævarsdóttir aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Stofnlögn hitaveitu Langhús - Róðhóll, hönnun og útboð 2022

Málsnúmer 2202057Vakta málsnúmer

Hafin er vinna við hönnun stofnlagnar frá Langhúsum að Róðhóli. Frumhönnun lagnar er langt komin og vinna vegna samninga við landeigendur, sambands við Fiskistofu, Vegagerðina og Minjavernd er hafin. Fyrir liggur að vinna útboð á afhendingu lagnaefnis og gerð útboðslýsingar fyrir verkframkvæmd. Gert er ráð fyrir að verkið taki 2 - 3 ár í framkvæmd.

Bragi Þór Haraldsson frá verkfræðistofunni Stoð ehf fór yfir stöðu verkefnisins. Braga er þökkuð greinargóð framsetning og sviðsstjóra falið að sjá um að verkið verði sett í útboð sem fyrst.

2.Lagning hitaveitu að Hraunum í Fljótum

Málsnúmer 2006189Vakta málsnúmer

Vinna við hönnun tengingar hitaveitu að Hraunum í Fljótum er hafin. Gert er ráð fyrir talsverðri orkuþörf að Hraunum og að þar verði rekin umtalsverð starfsemi í framtíðinni.

Bragi Þór Haraldsson frá Verkfræðistofunni Stoð ehf fór yfir hönnunarforsendur verkefnisins en tengja þarf hitaveitu að Hraunum með 3 - 6 km stofnlögn. Sviðsstjóra er falið að vinna áfram að verkefninu með Stoð ehf ásamt starfsmönnum Skagafjarðarveitna.

3.Hitaveita Varmahlíð, Reykjarhóll - útborun borholu VH-22.

Málsnúmer 2201227Vakta málsnúmer

Áformað er að bora út holu VH-22 sem boruð var síðasta haust og freista þess að ná heitu vatni upp með því að stefnubora út úr holunni. Gert er ráð fyrir að verkið verði unnið í maí eða júní á komandi vori.

Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála og kynnti tilboð frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða í framkvæmdina. Sviðsstjóra er falið að ganga til samninga við verktakann um verkið.

4.Hrolleifsdalur SK-28, mælingar á borholu 2022

Málsnúmer 2201190Vakta málsnúmer

Samið var við Ísor um mælingar og rannsókn á holu SK-28. Mælingarnar gáfu til kynna að hægt væri að setja kapaldælu á dýpi sem áður hefur ekki verið talið mögulegt. Þessi niðurstaða gefur vonir um að hægt verði að ná meira magni og jafnvel heitara vatni en talið hefur verið hingað til.

Sviðsstjóri fór yfir skýrslu frá Ísor um mælingarnar en niðurstaðan gefur góðar vonir um framhald vinnslu á heitu vatni í Hrolleifsdal.

5.Hrolleifsdalur SK-28 - ný borholudæla

Málsnúmer 2201178Vakta málsnúmer

Samið hefur verið við fyrirtækið Vermi um afhendingu á kapaldælu (djúpdælu) sem setja á niður á um 260 m dýpi í holuna. Vonir standa til að hægt verði að vinna meira vatn og jafnvel heitara upp úr holunni með því að fara svo djúpt með dæluna.

Sviðsstjóri og verkefnisstjóri Skagafjarðarveitna fóru yfir stöðu mála og upplýstu að áætlun geri ráð fyrir að dælan verði komin í gagnið um páska.

Fundi slitið - kl. 11:45.