Markaðsátak - Skagafjörður sem búsetukostur
Málsnúmer 2006237
Vakta málsnúmerAtvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 78. fundur - 26.06.2020
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd telur mikilvægt að halda á lofti að Sveitarfélagið Skagafjörður sé vænlegur búsetukostur. Nefndin felur starfmönnum sínum að hefja undirbúning að markaðsátaki þar sem áhersla verður lögð á þá fjölbreyttu þjónustu, náttúru, menningu og atvinnulíf sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 79. fundur - 02.09.2020
Starfsmenn nefndarinnar kynntu fyrirhugað markaðsátak fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð sem vænlegan búsetukost. Áhersla verður lögð á þá fjölbreyttu þjónustu, náttúru, menningu og atvinnulíf sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að ganga til samninga við auglýsingastofuna Sahara til að halda utan um herferðina á grundvelli hugmynda sem fyrirtækið hefur lagt fram.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að ganga til samninga við auglýsingastofuna Sahara til að halda utan um herferðina á grundvelli hugmynda sem fyrirtækið hefur lagt fram.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 80. fundur - 07.10.2020
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að fresta áður ákveðnu markaðsátaki fyrir Skagafjörð sem álitlegum búsetukosts til næsta vors. Málið krefst vandaðs undirbúnings og telur nefndin rétt að gefa sér góðan tíma. Málinu vísað til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.