Fara í efni

Dagvistarmál á Skr. haust 2020

Málsnúmer 2007098

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 923. fundur - 15.07.2020

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs um greiðslur sveitarfélagsins til að tryggja starfsemi dagforeldris á Sauðárkróki. Við inntöku barna á leikskólann Ársali í ágúst nk. mun eina dagforeldrið sem starfandi er á Sauðárkróki missa tekjugrunn sinn tímabundið þar sem ekki er fyrirséð að hún geti fyllt heimild sína til að hafa 5 börn í vistun fyrr en á næsta ári og muni því leita eftir öðru starfi. Lagt er til að heimild verði gefin til að tryggja tekjugrunn dagforeldrisins fyrir allt að fimm börn, á þeim tíma sem dagvistunarpláss eru ekki fullnýtt. Ákvörðunin verði endurskoðuð um áramót.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.