Lagður fram úrskurður kærunefndar útboðsmála frá 19. janúar 2021. Kærunefnd útboðsmála úrskurðar að Sveitarfélagið Skagafjörður skuli greiða kæranda útboðsins, Suðurleiðum ehf., 650.000 krónur vegna málskostnaðar við kæruferlið. Jafnframt telur kærunefndin að sveitarfélagið sé skaðabótaskylt gagnvart kæranda ,,vegna kostnaðar hans af því að undirbúa tilboð sitt og taka þátt í hinu kærða útboði". Líkt og áður hefur komið fram laut kæran að töku tilboðs lægstbjóðanda. Áður en til efnislegrar niðurstöðu kærunnar kom ákvað fræðslunefnd að fella niður útboðið er í ljós kom að undir rekstri málsins fyrir nefndinni að það var ekki auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu eins og lög um opinber innkaup, nr. 120/2016, kveða á um. Samkvæmt sömu lögum ber sveitarfélaginu að taka lægsta tilboði svo fremi að það standist lög og útboðsskilmála. Ákvörðun um töku tilboðs er síðan kynnt í viðkomandi nefnd. Við gerð útboðsins leitaði Sveitarfélagið Skagafjörður til ráðgjafaraðila um framkvæmd og auglýsingu útboðsins. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir óskar bókað: VG og óháð hafa ekki staðið að afgreiðslum tengdum eldra eða nýju útboði og málatilbúnaði því tengdu vegna skólaaksturs á Sauðárkróki og telja að ekki hafi verið staðið vel að útboði og ákvörðunum í þessu máli. Þá fjallaði fræðslunefnd ekki um tilboðin í fyrra útboðinu, en slíkt er í hennar verkahring og í samræmi við góða stjórnsýsluhætti, en ekki láta það sviðstjóra og starfsmönnum einum eftir. Ljóst er að skerpa þarf á valdsviði og hlutverki pólitískt kjörinna fastnefnda sveitarfélagsins. Áréttað er að VG og óháð eiga áheyrnarfulltrúa í fræðslunefnd án atkvæðisréttar.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir óskar bókað: VG og óháð hafa ekki staðið að afgreiðslum tengdum eldra eða nýju útboði og málatilbúnaði því tengdu vegna skólaaksturs á Sauðárkróki og telja að ekki hafi verið staðið vel að útboði og ákvörðunum í þessu máli. Þá fjallaði fræðslunefnd ekki um tilboðin í fyrra útboðinu, en slíkt er í hennar verkahring og í samræmi við góða stjórnsýsluhætti, en ekki láta það sviðstjóra og starfsmönnum einum eftir. Ljóst er að skerpa þarf á valdsviði og hlutverki pólitískt kjörinna fastnefnda sveitarfélagsins. Áréttað er að VG og óháð eiga áheyrnarfulltrúa í fræðslunefnd án atkvæðisréttar.