Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Erindi vegna leikskólans Birkilundar - fyrirsjáanlegir biðlistar 2021 og 2022
Málsnúmer 2102046Vakta málsnúmer
2.Biðlistar á leikskólum 2020-2021
Málsnúmer 2102082Vakta málsnúmer
Biðlistar vegna leikskólanna í Skagafirði kynntir og ræddir. Fræðslunefnd hvetur sveitarstjórn til að huga vel að innviðauppbyggingu hvað leikskóla Skagafjarðar varðar. Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað talsvert m.v. nýjustu íbúatölur og svo virðist sem barnafjölskyldum fjölgi mest. Örugg og fagleg dagvistun barna er forsenda þess að barnafjölskyldur geti og vilji flytjast til Skagafjarðar.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir óskar bókað: VG og óháð leggja áherslu á fjölskylduvænt samfélag í sveitarfélaginu Skagafirði. Eitt af grunnatriðum fýsilegrar búsetu fyrir ungt fólk er að uppbygging innviða sé í takt við byggðaþróun bæði í þéttbýli og dreifbýli. Skortur á leikskólaplássum hefur verið langvarandi hjá sveitarfélaginu en það er með öllu ótækt að allt að fjögurra ára börn fái ekki leikskólavist og biðlistar séu viðvarandi. Nauðsynlegt er að gera ráðstafanir nú þegar, til að tryggja öllum börnum sveitarfélagsins, eins árs eða eldri, leikskólavist á haustmánuðum þessa árs.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir óskar bókað: VG og óháð leggja áherslu á fjölskylduvænt samfélag í sveitarfélaginu Skagafirði. Eitt af grunnatriðum fýsilegrar búsetu fyrir ungt fólk er að uppbygging innviða sé í takt við byggðaþróun bæði í þéttbýli og dreifbýli. Skortur á leikskólaplássum hefur verið langvarandi hjá sveitarfélaginu en það er með öllu ótækt að allt að fjögurra ára börn fái ekki leikskólavist og biðlistar séu viðvarandi. Nauðsynlegt er að gera ráðstafanir nú þegar, til að tryggja öllum börnum sveitarfélagsins, eins árs eða eldri, leikskólavist á haustmánuðum þessa árs.
3.Útboð skólaaksturs - kæra
Málsnúmer 2008161Vakta málsnúmer
Lagður fram úrskurður kærunefndar útboðsmála frá 19. janúar 2021. Kærunefnd útboðsmála úrskurðar að Sveitarfélagið Skagafjörður skuli greiða kæranda útboðsins, Suðurleiðum ehf., 650.000 krónur vegna málskostnaðar við kæruferlið. Jafnframt telur kærunefndin að sveitarfélagið sé skaðabótaskylt gagnvart kæranda ,,vegna kostnaðar hans af því að undirbúa tilboð sitt og taka þátt í hinu kærða útboði". Líkt og áður hefur komið fram laut kæran að töku tilboðs lægstbjóðanda. Áður en til efnislegrar niðurstöðu kærunnar kom ákvað fræðslunefnd að fella niður útboðið er í ljós kom að undir rekstri málsins fyrir nefndinni að það var ekki auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu eins og lög um opinber innkaup, nr. 120/2016, kveða á um. Samkvæmt sömu lögum ber sveitarfélaginu að taka lægsta tilboði svo fremi að það standist lög og útboðsskilmála. Ákvörðun um töku tilboðs er síðan kynnt í viðkomandi nefnd. Við gerð útboðsins leitaði Sveitarfélagið Skagafjörður til ráðgjafaraðila um framkvæmd og auglýsingu útboðsins.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir óskar bókað: VG og óháð hafa ekki staðið að afgreiðslum tengdum eldra eða nýju útboði og málatilbúnaði því tengdu vegna skólaaksturs á Sauðárkróki og telja að ekki hafi verið staðið vel að útboði og ákvörðunum í þessu máli. Þá fjallaði fræðslunefnd ekki um tilboðin í fyrra útboðinu, en slíkt er í hennar verkahring og í samræmi við góða stjórnsýsluhætti, en ekki láta það sviðstjóra og starfsmönnum einum eftir. Ljóst er að skerpa þarf á valdsviði og hlutverki pólitískt kjörinna fastnefnda sveitarfélagsins. Áréttað er að VG og óháð eiga áheyrnarfulltrúa í fræðslunefnd án atkvæðisréttar.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir óskar bókað: VG og óháð hafa ekki staðið að afgreiðslum tengdum eldra eða nýju útboði og málatilbúnaði því tengdu vegna skólaaksturs á Sauðárkróki og telja að ekki hafi verið staðið vel að útboði og ákvörðunum í þessu máli. Þá fjallaði fræðslunefnd ekki um tilboðin í fyrra útboðinu, en slíkt er í hennar verkahring og í samræmi við góða stjórnsýsluhætti, en ekki láta það sviðstjóra og starfsmönnum einum eftir. Ljóst er að skerpa þarf á valdsviði og hlutverki pólitískt kjörinna fastnefnda sveitarfélagsins. Áréttað er að VG og óháð eiga áheyrnarfulltrúa í fræðslunefnd án atkvæðisréttar.
Fundi slitið - kl. 17:45.
Fræðslunefnd þakkar Einari Kára greinargott erindi. Starfsfólk fræðsluþjónustu sveitarfélagsins fylgist grannt með biðlistum við leikskóla Skagafjarðar og á reglulegt samtal við leikskólatjóra um stöðuna. Varðandi Birkilund sérstaklega er útlit fyrir að flest börn frá eins árs aldri fái leikskólavistun við upphaf næsta skólaárs. Jafnframt er bent á að nú er í gangi vinna við framtíðarskipulag skólamála í Varmahlíð og er þess vænst að niðurstaða um hvernig staðið verði að uppbyggingu leik- og grunnskóla þar liggi fyrir á næstu vikum. Ástæða er til að hraða vinnu við úrbætur starfsumhverfis leikskólans Birkilundar sem kostur er og hvetur fræðslunefnd sveitarstjórnir beggja sveitarfélaganna í Skagafirði til að ganga rösklega til verks í þeim efnum.