Undanþága frá mótframlagi við Byggðakvóta
Málsnúmer 2008254
Vakta málsnúmerAtvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 80. fundur - 07.10.2020
Málið áður á dagskrá 79. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
Sveitarfélagið sendi erindi á Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um undanþágu frá mótframlagi byggðakvóta fyrir Maró slf.
Svar barst frá ráðuneytinu 9. september þar sem undanþágu frá mótframlagi byggðakvóta fyrir Maró slf var hafnað.
Sveitarfélagið sendi erindi á Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um undanþágu frá mótframlagi byggðakvóta fyrir Maró slf.
Svar barst frá ráðuneytinu 9. september þar sem undanþágu frá mótframlagi byggðakvóta fyrir Maró slf var hafnað.
Vegna bilunar í bát félagsins, Maró SK 33 fn 2833, og erfiðleika við að fá varahluti sem rekja má til COVID faraldursins hefur ekki verið unnt að stunda veiðar frá 21. apríl 2020 til 16. ágúst 2020. Er farið fram á að Sveitarfélagið Skagafjörður óski eftir undanþágu frá veiðiskyldu mótframlags byggðakvóta fyrir ofangreindan bát.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að senda formlegt erindi á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og óska eftir að málið verði tekið til skoðunar í ljósi aðstæðna.