Fara í efni

Staðarhof - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2009019

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 385. fundur - 09.09.2020

Atli Gunnar Arnórsson f.h. landeigenda Staðarhofs í Skagafirði, landnr. 230392, óskar eftir heimild til að stofna byggingarreiti á jörðinni, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem unninn er af Stoð ehf. verkfræðistofu. Á byggingarreitum er fyrirhugað að reisa íbúðarhús, hesthús, vélageymslu og frístunda¬hús. Samhliða stofnun byggingarreitanna er sótt um heimild til lagningar vega skv. uppdrættinum, þar með talin heimreið frá Sauðárkróksbraut. Jákvæð umsögn Vegagerðarinnar liggur fyrir vegna aðkomuvegar að svæðinu. Deiliskipulagsferli er hafið fyrir svæðið.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt, að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.