Fara í efni

Kárastígur 14-16.- Umsókn um breytingu á afmörkun lóða.

Málsnúmer 2009143

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 397. fundur - 27.01.2021

Magnús Tómas Gíslason kt. 040776-5329 og Margrét Berglind Einarsdóttir kt. 180276-3199, leggja fram umsókn um breytta afmörkun lóðanna Kárastígs 14 og Kárastígs 16, á Hofsósi. Breytingin mun gera aðkomu bíla inn á lóð 16 greiðari. Núverandi aðkoma er mjög þröng og örðug. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa á Kárastíg 12 (Mela) og 14. Þá liggur fyrir afstöðuuppdráttur, unnin af Tnet, sem sýnir nýja afmörkun lóðanna.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.