Fara í efni

Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis Öggur

Málsnúmer 2009167

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 934. fundur - 07.10.2020

Lagt fram bréf dagsett 16. september 2020 frá Matvælastofnun (MAST). Hjörtur Methusalemsson sérfræðingur fiskeldis f.h. MAST óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar á umsókn Öggs ehf., kt. 650809-1300, að Hólum í Hjaltadal, í samræmi við 7. gr. laga nr. 71/2008, vegna nýs rekstrarleyfis fyrir 20 tonna landeldi, þ.e. seiðaeldi til áframeldis og matsfiskseldis á bleikju. MAST óskar eftir umsögn um, hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu starfssvæði fiskeldisstöðvarinnar eða fyrirhugaðar eldistegundir, eldisstofnar eða eldisaðferðir gefi tilefni til neikvæðra vistfræði- eða erfðafræðiáhrifa sem leitt getur af leyfisskyldri starfsemi.
Byggðarráð Skagafjarðar telur að með veitingu nýs starfsleyfis, muni starfsemin ekki gefa tilefni til neikvæðra vistfræði- eða erfðafræðiáhrifa á svæðið.