Fara í efni

Umhverfisátak beiðni um viðræður

Málsnúmer 2009231

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 172. fundur - 12.10.2020

32 atvinnufyrirtæki og stofnanir á Sauðárkróki, sem eru með atvinnustarfsemi á Eyrinni og í útbænum á Sauðárkróki, hafa óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið um umhverfisátak á atvinnusvæðum á Eyrinni og í útbænum á Sauðárkróki. Hópurinn leggur til að stofnaður verði framkvæmdahópur er samanstendur af fulltrúum Sveitarfélagsins og hópsins.

Nefndin fagnar erindinu og tekur undir þau sjónarmið að það sé sameiginlegt hagsmunamál sveitarfélags og fyrirtækjanna að góðum árangri verði náð í umhirðu, umhverfis og umgengnismálum. Nefndin felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að óska eftir fundi með fulltrúum hópsins og ræða frekari útfærslur á hugmyndum um verkefnið.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 173. fundur - 03.11.2020

Fulltrúar frá hópi fyrirtækja á Sauðárkróki, Sigríður Gunnarsdóttir og Magnús Svavarsson, komu á fundinn og ræddu hugmyndir um hvernig standa megi að átakinu í samstarfi við sveitarfélagið.
Hópinn skipa Magnús Svavarsson, Sigríður Gunnarsdóttir og Róbert Óttarsson. Aðalmál verkefnisins er að fyrirtækin taki til og raði á sinni lóð. Ekki er ætlunin að fara í kostnaðarsamar aðgerðir heldur fegra svæðið með því að fjarlægja þá hluti sem ekki tilheyra svæðinu beint. Einnig ræddu þau um að mála hús sem þarfnast málunar.
Nefndin lýsir ánægju sinni með átak fyrirtækja á eyrinni í umhverfismálum á yfirstandandi ári. Rætt var að mikilvægt sé að umhverfið við smábátahöfnina verði til fyrirmyndar í framtíðinni og þannig auki það aðdráttarafl heima- og ferðamanna. Sviðstjóra er falið að kalla hópinn samann og fara yfir framkvæmd verkefnisins.


Sigríður Gunnarsdóttir og Magnús Svavarsson sátu þennan lið.