Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

173. fundur 03. nóvember 2020 kl. 14:00 - 16:00 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Steinar Skarphéðinsson ritari
  • Högni Elfar Gylfason varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Valur Valsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Umhverfisátak beiðni um viðræður

Málsnúmer 2009231Vakta málsnúmer

Fulltrúar frá hópi fyrirtækja á Sauðárkróki, Sigríður Gunnarsdóttir og Magnús Svavarsson, komu á fundinn og ræddu hugmyndir um hvernig standa megi að átakinu í samstarfi við sveitarfélagið.
Hópinn skipa Magnús Svavarsson, Sigríður Gunnarsdóttir og Róbert Óttarsson. Aðalmál verkefnisins er að fyrirtækin taki til og raði á sinni lóð. Ekki er ætlunin að fara í kostnaðarsamar aðgerðir heldur fegra svæðið með því að fjarlægja þá hluti sem ekki tilheyra svæðinu beint. Einnig ræddu þau um að mála hús sem þarfnast málunar.
Nefndin lýsir ánægju sinni með átak fyrirtækja á eyrinni í umhverfismálum á yfirstandandi ári. Rætt var að mikilvægt sé að umhverfið við smábátahöfnina verði til fyrirmyndar í framtíðinni og þannig auki það aðdráttarafl heima- og ferðamanna. Sviðstjóra er falið að kalla hópinn samann og fara yfir framkvæmd verkefnisins.


Sigríður Gunnarsdóttir og Magnús Svavarsson sátu þennan lið.

2.Þátttaka Akrahrepps í nýrri sorpmóttökustöð í Varmahlíð

Málsnúmer 2010266Vakta málsnúmer

Rætt hefur verið um að Akrahreppur taki þátt í uppbyggingu og rekstri nýrrar sorpmóttökustöðvar í Varmahlíð og á fundinn komu Þórunn Rögnvaldsdóttir og Friðrik Þór Jónsson til að ræða þau mál.
Akrahreppur hefur rætt að auka flokkun á sínu svæði og hefur áhuga á að taka þátt í rekstri stöðvarinnar. Umræður eru á milli sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og oddvita Akrahrepps um samstarf. Sviðstjóra er falið að halda áfram samstarfinu með það að markmiði að gera samstarfssamning.
Þórunn Rögnvaldsdóttir og Friðrik Þór Jónsson sátu þennan lið.

3.Opnun nýrrar sorpmóttökustöðvar í Varmahlíð.

Málsnúmer 2010232Vakta málsnúmer

Nýja sorpmóttökustöðin í Varmahlíð verður formlega opnuð laugardaginn 14. nóvember næstkomandi. Fyrirhugaðir opnunartímar eru: Mánudagar, miðvikudagar, föstudagar og laugardagar klukkan 13 - 16. Alla daga verður hægt að afsetja heimilissorp í gegnum lúgu á girðingu. Starfsmenn Flokku á Sauðárkróki munu aðstoða fólk við flokkun sorps á svæðinu á opnunartíma að minnsta kosti fyrst um sinn. Einnig er áætlað að breyta opnunartíma í Flokku á Sauðárkróki í framhaldi opnunar í Varmahlíð.

Steinar Skarphéðinsson kom með bókun frá Ingu Magnúsdóttur varðandi lengri opnunartíma fyrir sorpmóttökustöðina í Varmahlíð.
Um leið og við óskum Skagfirðingum til hamingju með nýja sorpmóttökustöð í Varmahlíð gerum við athugasemd við fyrirhugaðan opnunartíma. Ætlunin er að hafa opið mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og laugardaga kl 13-16, en að alltaf verði opin lúga fyrir heimilissorp. Opnunartíminn gefur íbúum í Varmahlíð og nærsveitum, sem vinna utan heimilis (á almennum opnunartímum vinnustaða) ekkert svigrúm til að nýta sér þjónustuna á virkum dögum og takmarkaðan á laugardögum. Aðgengi að endurvinnslugámum á þessum takmarkaða opnunartíma er ekki til þess fallinn að hvetja til endurvinnslu. Viðleggjum til að opnunartíminn verði endurskoðaður, að hann verður lengdur síðdegis a.m.k. einhverja daga vikunnar til að gefa íbúum tækifæri til að nýta sér þessa ágætu stöð.
Nefndin þakkar fyrir ábendinguna og tekur málið til frekari afgreiðslu.

Opnunartímar í Varmahlíð verða eftirfarandi:
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga 13-16
Laugardaga 13-16
Sunnudaga lokað
Opnunartímar í Flokku verða eftirfarandi:
Mánudaga til föstudaga 9-17
Laugardaga lokað
Sunnudaga 15-18

4.Ný sorpmóttökustöð í Varmahlíð nafngift

Málsnúmer 2010012Vakta málsnúmer

Óskað var eftir hugmyndum Skagfirðinga um nafngift á nýju sorpmóttökustöðina í Varmahlíð. Undirtektir fólks voru afskaplega ánægjulegar og bárust alls inn 62 tillögur. Samþykkt er að setja 5 álitlegustu nöfnin að mati umhverfis- og samgöngunefndar til atkvæðagreiðslu á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Opnað verður á atkvæðagreiðsluna miðvikudaginn 4. nóvember og lýkur henni sunnudaginn 9. nóvember klukkan 24:00.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir frábærar undirtektir. Tillögurnar 5 verða settar á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem íbúar geta kosið á milli nafnanna. Úrslitin verða svo kynnt við formlega opnun stöðvarinnar laugardaginn 14. nóvember næstkomandi.

5.Varðar kröfur um hljóðmælingar í starfsleyfi Steinullar hf á Sauðárkróki

Málsnúmer 2010048Vakta málsnúmer

Í janúar 2019 var gefið út minnisblað vegna hávaðamælinga sem gerðar voru við verksmiðju Steinullar hf á Sauðárkróki. Hávaðamælingar Mannvits sýndu að hávaði var alls staðar ásættanlegur. Óskað var eftir því við Umhverfisstofnun að dregið yrði úr kröfum um tíðni hávaðamælinga þannig að þær skuli gerðar einu sinni á starfsleyfistímabilinu (16 ár) í stað tveggja ára.

Umhverfisstofnun íhugar að leyfa að hljóðmælingar verði gerðar á fjögurra ára fresti. Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu Umhverfisstofnunar.

6.Fundagerðir Hafnasambands 2020

Málsnúmer 2001004Vakta málsnúmer

Fundargerðir Hafnarsambandsins nr. 425, 426 og 427.

Farið var yfir fundagerðir Hafnarsambandsins.

Fundi slitið - kl. 16:00.