Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 387

Málsnúmer 2010001F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 403. fundur - 21.10.2020

Fundargerð 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 6. október 2020 lögð fram til afgreiðslu á 403. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Lilja Pálmadóttir f.h. Hofstorfunnar slf. kt. 410703-3940, þinglýsts eiganda Hofs á Höfðaströnd, L146539, óskar eftir leyfi til að stofna 366m2 byggingarreit undir vélaskemmu, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, unninn af Stoð ehf verkfræðistofu.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Magnús Pétursson kt. 202056-5739 og Elínborg Hilmarsdóttir kt. 300158-7579, þinglýstir eigendur jarðarinnar Miðhóls L146566, sækja um leyfi til að stofna 1.38 ha lóð úr landi jarðarinnar, skv meðfylgjandi uppdrætti, unninn af Stoð ehf verkfræðistofu. Um er að ræða lóð sem yrði skilgreind sem sumarbústaðaland og er óskað eftir að spildan fái heitið Hraunkot. Lögbýlaréttur mun áfram fylgja Miðhóli L146566 og fylgja engin hlunnindi með hinni nýju landspildu.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Ívar Örn Bjarnason f.h. Vélavals ehf. leggur fram ósk um stækkun lóðar Vélavals L178669, í Varmahlíð. Stækkun lóðar yrði til suðurs u.þ.b. 3.300 m2 að stærð. Fyrir liggur jákvæð afstaða stjórnar Menningarseturs Skagfirðinga dags. 30.9.2020. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari upplýsingum um umfang og eðli fyrirhugaðrar starfsemi. Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Júlíus Þór Júlíusson f.h. Hoffells kt. 500118-0670 sækir um að fá úthlutaðri lóðinni Skógargötu 19b, á Sauðárkróki, til byggingar fjölbýlishúss.
    Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu, og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari gögnum. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að ekki liggur fyrir í gildandi deiliskipulagi samþykki fyrir fjölbýlishúsi á umræddri lóð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Júlíus Þór Júlíusson f.h. Hoffells kt. 500118-0670 sækir um að fá úthlutaðri lóðinni Freyjugötu 28, á Sauðárkróki, til byggingar fjölbýlishúss.
    Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu, og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari gögnum. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að ekki liggur fyrir í gildandi deiliskipulagi samþykki fyrir fjölbýlishúsi á umræddri lóð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Júlíus Þór Júlíusson f.h. Hoffells kt. 500118-0670 sækir um að fá úthlutaðri lóðinni Sævarstíg 4, á Sauðárkróki, til byggingar fjölbýlishúss. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu, og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari gögnum. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að ekki liggur fyrir í gildandi deiliskipulagi samþykki fyrir fjölbýlishúsi á umræddri lóð. Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Fyrir fundinn er lögð tillaga að afmörkun lóðar fyrir íbúðarhús á svæði milli Norðurbrúnar 9 og Norðurbrúnar 11 í Varmahlíð. Svæðið hefur staðið ónýtt um langa tíð, og virðist líklegt til nýtingar sem íbúðarhúsalóð. Stjórn Menningarseturs Skagafjarðar hefur með bókun dags. 30.9.2020, samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að vinna áfram með tillöguna í samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila.Tillagan er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að fullvinna tillögu að lóðarblaði og kynna fyrir nálægum lóðarhöfum og hagsmunaaðilum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Fyrir fundinn er lögð tillaga að afmörkun lóðar fyrir íbúðarhús á Laugarvegi 19 í Varmahlíð. Svæðið hefur staðið ónýtt um langa tíð, og virðist líklegt til nýtingar sem íbúðarhúsalóð. Stjórn Menningarseturs Skagafjarðar hefur með bókun dags. 30.9.2020, samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að vinna áfram með tillöguna í samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila.Tillagan er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að fullvinna tillögu að lóðarblaði og stofnun lóðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Fyrir fundinn er lögð tillaga að afmörkun tveggja lóða fyrir íbúðarhús við enda núverandi götu, Birkimels í Varmahlíð. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðirnar verði númer 28 og 30 við Birkimel. Tillagan er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu. Lóðirnar gefa möguleika á parhúsi yfir báðar lóðir eða einbýlishúsi á hvorri lóð. Stærð lóða er á milli 800-900 m2 hvor.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að fullvinna tillögu að lóðarblaði og stofnun lóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Einar Jakobsson kt.030943-3929, þinglýstur eigandi jarðarinnar Dúks, landnúmer 145969 óskar eftir heimild til að stofna 5,00 ha spildu úr landi jarðarinnar, með heitið „Ljónsstaðir“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og skráð sem íbúðarhúsalóð (10). Enginn húsakostur er á útskiptri spildu og engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Dúki, landnr. 145969. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Sigurjón Einarsson verkefnastjóri hjá Landgræðslunni leggur fram ósk um framkvæmdaleyfi til gerðar varnargarðs/bakkavarna í ánni Deildardalsá í landi Kambs L 146549, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Áætlað er að sækja grjót til bakkavarnar í farveg Bjarkarár í Bjarkardal. Áætlað er að nota þurfi um 540 m3 af grjóti í varnargarð og um 400 m3 af möl í garðinn.
    Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Framkvæmdin verði unnin í samráði við Fiskistofu.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 Kambur - framkvæmdaleyfi í Deildardalsá. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Magnús Hauksson rekstrarstjóri hjá 112 ohf. Leggur fram ósk um framkvæmdaleyfi sem fellst í að koma upp farsímastöð á Miðmundarfjalli í landi Skíðastaða. Framkvæmdin fellst í uppsetningu á 8m háum tréstaur fyrir loftnet og smáhýsi við hlið þess, ásamt lögn veitustrengja, raf- og ljósleiðara auk vegslóða að staðnum. Fyrir liggur samþykki og samningur við landeiganda um verkefnið og afmörkun á 400 m2 lóðar utan um 3.7 m2 hús, auk vegslóða.
    Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin bendir á að landeigandi skal stofna nýja lóð undir hús og möstur.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 112. ohf. Fjarskiptaaðstaða á Miðmundarfjalli - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Skipulagsfulltrúi leggur fyrir fundinn tillögur er varða úthlutanir á byggingarhæfum byggingarlóðum í Skagafirði. Skipulags- og byggingarnefnd er sammála að tímabært sé að samræma og skerpa á reglum er varðar úthlutanir á byggingarlóðum. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna drög að tillögu um regluverk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.