Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 172

Málsnúmer 2010002F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 403. fundur - 21.10.2020

Fundargerð 172. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 23. október 2020 lögð fram til afgreiðslu á 403. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 172 32 atvinnufyrirtæki og stofnanir á Sauðárkróki, sem eru með atvinnustarfsemi á Eyrinni og í útbænum á Sauðárkróki, hafa óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið um umhverfisátak á atvinnusvæðum á Eyrinni og í útbænum á Sauðárkróki. Hópurinn leggur til að stofnaður verði framkvæmdahópur er samanstendur af fulltrúum Sveitarfélagsins og hópsins.

    Nefndin fagnar erindinu og tekur undir þau sjónarmið að það sé sameiginlegt hagsmunamál sveitarfélags og fyrirtækjanna að góðum árangri verði náð í umhirðu, umhverfis og umgengnismálum. Nefndin felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að óska eftir fundi með fulltrúum hópsins og ræða frekari útfærslur á hugmyndum um verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 172 Breytingar eru fyrirhugaðar á fráveitureglugerð og reglugerð um úthlutun styrkja. Markmið nýrrar reglugerðar um fráveitu og skólp (drög) verður að vernda almenning og umhverfið gegn mengun af völdum losunar skólps. Í reglugerð um úthlutun styrkja til fráveitna sveitarfélaga eru settar reglur er hveða á um hvaða fráveituframkvæmdar verða styrkhæfar og að áætlunin taki yfir tímabilið frá 2020 - 2030.

    Sviðsstjóri fór yfir markmið nýrrar reglugerðar um fráveitumál og reglugerð um úthlutun styrkja til fráveitna sveitarfélaga. Ljóst er að framundan er stórátak í fráveitumálum sveitarfélagsins og eru því áform um styrki frá ríkinu til þessa málaflokks fagnaðarefni. Sviðsstjóra er falið að setja í gang vinnu við hönnun og áætlanagerð vegna málsins og sækja um styrki til framkvæmda í samræmi við reglurnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 172 Sveitarstjórn Sveitarfélags Skagafjarðar hefur samið við Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) um gerð umhverfisáætlunar fyrir sveitarfélagið fyrir tímabilið 2021-2040, með sérstakri áherslu á loftlagsmál, m.a. með hliðsjón af þeim breytingum sem gerðar voru í júní 2019 á nr. 70/2012 um loftslagsmál.
    Undirbúningur byrjar í byrjun október 2020 og kynning og lokafrágangur um miðjan desember 2020.

    Samningurinn var kynntur fyrir nefndinni sem fagnar þvi að verkefnið sé hafið. Nefndin leggur áherslu á að haldnir verða stöðufundir í samræmi við verksamning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 172 Sveitastjóri og forsvarsmenn meirihluta sveitastjórnarinnar hafa fundað með Stefáni Loga framkvæmdastjóra Steinullar hf. þar sem rætt var um fegrun innkeyrslu í Sauðárkrók að norðanverðu og sameiginlegt átak til að vinna að því markmiði. Einnig var rætt um möguleika þess að útbúa mön á norðanverðum lóðamörkum Steinullar (í framhaldi af fyrirhugaðri girðingu) og áfram til suðurs í átt að hringtorgi við Þverárfjallsveg. Steinull getur lagt til talsvert af jarðvegi og einnig fellur til verulegt magn af moltu á ári hverju frá fyrirtækinu sem nýta mætti til gerðar manar.

    Umhverfis og samgöngunefnd fagnar því að samstarf sé að hefjast milli sveitarfélagsins og Steinullar um ásýnd aðkomu að Sauðárkróki norðanverðum. Sviðsstjóri hefur þegar hafið undirbúningsvinnu að hönnun svæðisins og verður þess gætt að haft verði samráð við viðeigandi aðila um lausnina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 172 Vinna við gerð deiliskipulags á hafnarsvæði á Sauðárkróki er komin vel áleiðis. Komið er að því að taka ákvarðanir um fráveitumál, orkumál, skipulag svæðis við smábátahöfn og breytingu á Eyrarvegi. Vegna skorts á gögnum verður ekki hægt að ljúka verkefninu með þeim hætti sem gert var ráð fyrir. Því leggur hönnunarhópurinn til að útgáfu deiliskipulagsins verði áfangaskipt þannig að eyrin bíði þangað til að nauðsynlegar upplýsingar berist.

    Umhverfis og samgöngunefnd þakkar góða kynningu á stöðu verkefnisins. Næstu skref eru að taka ákvarðanir um kostnaðarsamar aðgerðir í fráveitumálum. Sviðsstjóra er falið að vinna áfram að málinu í samstarfi við nefndina og byggðarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 172 Fyrirliggjandi er undirritun samnings við Kiwanisklúbbinn Freyju um fjölskyldugarð sem mun bera nafnið Freyjugarður.

    Fulltrúar Kiwanisklúbbsins Freyju komu á fundinn og kynntu hugmyndir af garðinum ásamt áformum um uppsetningu fyrstu leiktækja. Hugmyndir Freyjanna eru að fleiri fyrirtæki og félagasamtök geti tekið þátt í verkefninu með því að leggja til tæki og/eða byggingar á svæðið sem þeir geti merkt sér. Aðkoma sveitarfélgasins að verkefninu verður kostnaður af hönnunarvinnu, jarðvinnu, girðingar og hirðing svæðisins. Nefndin fagnar því að verkefnið sé komið af stað og vonast eftir góðum undirtektum frá öðrum félögum og fyrirtækjum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 172 Fyrirspurn barst frá Steinari Skarphéðinssyni vegna uppbyggingar vegkerfis á Norðurlandi vestra á næstu árum.

    Sviðsstjóri kynnti upplýsingar úr samgönguáætlun um fjárveitingar til tengivega fyrir árin 2020 - 2024. Áætlunin er til á landsvísu og er fjámagn í málaflokkinn um 1 ma. króna á ári, um 40 % er ætluð á Norðursvæði. Samkvæmt svari Vegagerðarinnar þá liggja áætlanir um fjárveitingar í einstaka tengivegi ekki fyrir. Fjárveitingar til stærri tengivega í Skagafirði, (Hegranesvegur, Sæmundarhlíð) eru ekki í sjónmáli á næstu árum nema sérstakt átak komi til samkvæmt svari Vegagerðarinnar. Nefndin lýsir óánægju með hversu litlu framkvæmdarfé er varið til Skagafjarðar og norðvestursvæðis.
    Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 172 Vegna opnunar á sorpmóttökusvæði í Varmahlíð er fyrirhugað að fækka móttökustöðvum fyrir sorp í framhéraði Skagafjarðar. Nýja svæðið verður afgirt með 2m grindargirðingu og verður opið á fyrirfram ákveðnum opnunartímum. Starfsmaður verður á svæðinu á meðan það er opið og aðstoðar við flokkun.

    Ein helsta forsenda ákvörðunar sveitarfélagsins um byggingu nýrrar sorpmóttökustöðvar í Varmahlíð var að bæta flokkun. Umhverfis og samgöngunefnd hefur ákveðið að öllum gámastöðum verði lokað vestan Héraðsvatna þegar að nýja móttakan verður opnuð. Sviðsstjóra er falið að koma upplýsingum til notenda þar um með auglýsingum í Feyki og Sjónhorninu. Um leið verður opnunartími nýju stöðvarinnar kynntur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 172 Hugmyndir eru um að leitast eftir góðu nafni á sorpmóttökustöð í Varmahlíð.

    Nefndin felur sviðsstjóra að vinna í samráði við Sigfús Ólaf um nafngift sorpmóttökustöðvar í Varmahlíð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.