Byggðarráð Skagafjarðar - 934
Málsnúmer 2010003F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 403. fundur - 21.10.2020
Fundargerð 934. fundar byggðarráðs frá 7. október 2020 lögð fram til afgreiðslu á 402. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
- .1 2007023 Fjárhagsáætlun 2021 - 2025Byggðarráð Skagafjarðar - 934 Lögð fram gögn varðandi fjárhagsramma ársins 2021.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2021-2025 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar og umfjöllunar í nefndum. Byggðarráð samþykkir einnig að fyrri umræða í sveitarstjórn verði 18. nóvember n.k. og síðari umræða verði 9. desember 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum. - .2 2005008 Starfshópur um aðgerðir til eflingar nýsköpunar í SkagafirðiByggðarráð Skagafjarðar - 934 Málið áður á dagskrá 932. fundar þann 23. september 2020. Sigfús Ólafur Guðmundsson sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að Sigfús Ólafur vinni áfram að verkefninu í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum. - .3 2010020 Jarðgöng á milli Fljóta og SiglufjarðarByggðarráð Skagafjarðar - 934 Á undanförnum árum hefur Sveitarfélagið Skagafjörður þrýst mjög á þingmenn og Vegagerðina um hröðun undirbúnings og framkvæmda við jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar. Nú sem aldrei fyrr er lífsnauðsynlegt að göngin komist til framkvæmda því jarðsig, skriðuföll og grjóthrun hefur verið með mesta móti á undanförnum misserum eins og þeir þekkja sem aka daglega um veginn. Tíðar jarðskjálftahrinur úti fyrir Tröllaskaga eru ekki til að bæta ástandið. Það er mál manna að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær Siglufjarðarvegur rofnar á löngum kafla.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á alþingismenn og samgönguráðherra að tryggja að undirbúningi jarðganga á milli Fljóta og Siglufjarðar verði lokið sem fyrst og tryggja fjármögnun til að framkvæmdir við gerð þeirra geti hafist innan tíðar. Byggðarráð hvetur Vegagerðina jafnframt til að hafa heimamenn í Fljótum og á Siglufirði með í ráðum við greiningu á heppilegri legu ganganna. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að bókun byggðarráðs verði gerð að bókun sveitarstjórnar.
Á undanförnum árum hefur Sveitarfélagið Skagafjörður þrýst mjög á þingmenn og Vegagerðina um hröðun undirbúnings og framkvæmda við jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar. Nú sem aldrei fyrr er lífsnauðsynlegt að göngin komist til framkvæmda því jarðsig, skriðuföll og grjóthrun hefur verið með mesta móti á undanförnum misserum eins og þeir þekkja sem aka daglega um veginn. Tíðar jarðskjálftahrinur úti fyrir Tröllaskaga eru ekki til að bæta ástandið. Það er mál manna að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær Siglufjarðarvegur rofnar á löngum kafla. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á alþingismenn og samgönguráðherra að tryggja að undirbúningi jarðganga á milli Fljóta og Siglufjarðar verði lokið sem fyrst og tryggja fjármögnun til að framkvæmdir við gerð þeirra geti hafist innan tíðar. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjaðar hvetur Vegagerðina jafnframt til að hafa heimamenn í Fljótum og á Siglufirði með í ráðum við greiningu á heppilegri legu ganganna.
Samþykkt með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum. - .4 2009305 Samþykktir SSNVByggðarráð Skagafjarðar - 934 Lagt fram bréf dagsett 23. september 2020 til sveitarstjórna á Norðurlandi vestra frá stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Þar er vakin athygli á að samkvæmt grein 8.1 í samþykktum og 14. grein þingskapa SSNV skulu tillögur til breytinga á samþykktum og þingsköpum sendar stjórn a.m.k. þremur vikum fyrir ársþing eða eigi síðar en 2. október 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
- .5 2003223 Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnarByggðarráð Skagafjarðar - 934 Lagt fram bréf frá Æskulýðssambandi Þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) dagsett 24. september 2020 þar sem sambandið tilkynnir að hætt hafi verið við að halda fyrirhugað æskulýðsmót á Sauðárkróki nú í októberlok vegna COVID-19. Óskað er eftir því að halda landsmótið á Sauðárkróki í lok október 2021 og fá styrk frá sveitarfélaginu í formi gistiaðstöðu í Árskóla, notkun íþróttahúss og sundlaugar.
Byggðarráð samþykkir að senda erindið til umsagnar félags- og tómstundanefndar og fræðslunefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum. - .6 2009259 Styrkveiting til Tindastóls, meistaraflokks kvenna í knattspyrnuByggðarráð Skagafjarðar - 934 Byggðarráð samþykkir að styrkja knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Tindastóls um 1.700.000 kr. vegna framúrskarandi árangurs meistaraflokks kvenna þar sem liðið varð deildarmeistari í 1. deild og mun leika í efstu deild á næsta keppnistímabili. Jafnframt samþykkir byggðarráð að farið verði í uppbyggingu á stúku og viðeigandi aðstöðu við gervigrasvöll sem uppfyllir skilyrði mannvirkjanefndar KSÍ um leiki í efstu deild.
Byggðarráð óskar meistarflokki kvenna og knattspyrnudeildinni til hamingju með frábæran árangur sem og þeim fjölmörgu sem hafa komið að liðinu á undanförnum árum. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að bókun byggðarráðs verði gerð að bókun sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjaðar samþykkir að styrkja knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Tindastóls um 1.700.000 kr. vegna framúrskarandi árangurs meistaraflokks kvenna þar sem liðið varð deildarmeistari í 1. deild og mun leika í efstu deild á næsta keppnistímabili. Jafnframt samþykkir byggðarráð að farið verði í uppbyggingu á stúku og viðeigandi aðstöðu við gervigrasvöll sem uppfyllir skilyrði mannvirkjanefndar KSÍ um leiki í efstu deild. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjaðar óskar meistarflokki kvenna og knattspyrnudeildinni til hamingju með frábæran árangur sem og þeim fjölmörgu sem hafa komið að liðinu á undanförnum árum.
Samþykkt samhljóða með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum. - .7 2010039 Aðalfundur Norðurár bs.Byggðarráð Skagafjarðar - 934 Lagt fram aðalfundarboð Norðurár bs. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 13. október 2020, kl. 15.00 í Miðgarði - menningarhúsi.
Byggðarráð samþykkir að Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri, fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
Bókun fundar Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum. - .8 2009167 Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis ÖggurByggðarráð Skagafjarðar - 934 Lagt fram bréf dagsett 16. september 2020 frá Matvælastofnun (MAST). Hjörtur Methusalemsson sérfræðingur fiskeldis f.h. MAST óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar á umsókn Öggs ehf., kt. 650809-1300, að Hólum í Hjaltadal, í samræmi við 7. gr. laga nr. 71/2008, vegna nýs rekstrarleyfis fyrir 20 tonna landeldi, þ.e. seiðaeldi til áframeldis og matsfiskseldis á bleikju. MAST óskar eftir umsögn um, hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu starfssvæði fiskeldisstöðvarinnar eða fyrirhugaðar eldistegundir, eldisstofnar eða eldisaðferðir gefi tilefni til neikvæðra vistfræði- eða erfðafræðiáhrifa sem leitt getur af leyfisskyldri starfsemi.
Byggðarráð Skagafjarðar telur að með veitingu nýs starfsleyfis, muni starfsemin ekki gefa tilefni til neikvæðra vistfræði- eða erfðafræðiáhrifa á svæðið.
Bókun fundar Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum. - .9 2009290 Samráð; Drög að frumvarpi til laga um TækniþróunarsjóðByggðarráð Skagafjarðar - 934 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. september 2020 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 201/2020, "Drög að frumvarpi til laga um Tækniþróunarsjóð". Umsagnarfrestur er til og með 09.10.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
- .10 2009291 Samráð; Drög að frumvarpi til laga um opinberan stuðning við nýsköpunByggðarráð Skagafjarðar - 934 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. september 2020 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 202/2020, "Drög að frumvarpi til laga um opinberan stuðning við nýsköpun". Umsagnarfrestur er til og með 09.10.2020.
Með frumvarpinu er verið að breyta umgjörð í kringum opinberan stuðning við nýsköpun í landinu. Í markmiðsgrein frumvarpsins segir að markmið laganna sé að efla opinberan stuðning við nýsköpun á landinu, m.a. með „áherslu á nýsköpun á landsbyggðinni.“ Ætlunin er að ná því markmiði með því að „framlög til og áhersla á nýsköpun á landsbyggðinni verði aukin í samvinnu við sveitarfélög, landshlutasamtök, atvinnulíf og þekkingarsamfélög á staðnum.“ Enn fremur segir í greinargerðinni: „Þá er lagt upp með að settur verði á fót verkefnasjóður fyrir nýsköpun í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga og sóknaráætlanir landshlutanna. Þessi verkefnasjóður er viðbót við þau verkefni og framlög sem nú eru til staðar á vegum sóknaráætlana landshlutanna.“ Þá segir í greinargerðinni að „Unnið verði að sterkari umgjörð fyrir starfsemi stafrænna smiðja sem byggir á samvinnu atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og atvinnulífs.“
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar markmiði frumvarpsins um eflingu opinbers stuðnings við nýsköpun með áherslu á aukin framlög til nýsköpunar á landsbyggðinni sem og áformum um sterkari umgjörð fyrir starfsemi stafrænna smiðja. Byggðarráð telur að beina eigi þeim stuðningi í farveg samvinnu við sveitarfélög og þekkingarsamfélög á hverju svæði fyrir sig og óskar eftir samtali við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um slíka samvinnu. Bókun fundar Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum. - .11 2009292 Samráð; Frumvarp til breytinga á áfengislögum, sala á framleiðslustaðByggðarráð Skagafjarðar - 934 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. september 2020 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 200/2020, "Frumvarp til breytinga á áfengislögum, sala á framleiðslustað". Umsagnarfrestur er til og með 12.10.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
- .12 2009293 Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögumByggðarráð Skagafjarðar - 934 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. september 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 198/2020, "Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum". Umsagnarfrestur er til og með 08.10.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
- .13 2007020 Haustþing SSNV 2020Byggðarráð Skagafjarðar - 934 Lagt fram bréf dagsett 1. október 2020 frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Vegna komandi 28. ársþings og 4. haustþings SSNV sem fram fara 23. október 2020, er sveitarstjórnum á Norðurlandi vestra bent á 1. grein starfsreglna kjörnefndar SSNV. Með tilvísun í 3. tölulið greinarinnar er athygli vakin á því að á 28. ársþingi, sem fer samhliða 4. haustþingi, skal kjósa formann stjórnar SSNV, fjóra stjórnarmenn að auki og varastjórn. Framboð til stjórnar skal hafa borist til kjörnefndar 10 dögum fyrir ársþing eða eigi síðar en 13. október 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
- .14 2009216 Ferðasmiðjan ehf. - ársreikningur 2019Byggðarráð Skagafjarðar - 934 Lagður fram til kynningar ársreikningur Ferðasmiðjunnar ehf. fyrir árið 2019. Bókun fundar Ársreikningur Ferðasmiðjunnar ehf. fyrir árið 2019 lagður fram til kynningar á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020
- .15 1901011 Fundagerðir Ferðasmiðjunnar 2019Byggðarráð Skagafjarðar - 934 Lagðar fram til kynningar fundargerðir Ferðasmiðjunnar ehf. á árinu 2019. Bókun fundar Fundargerðir Ferðasmiðjunnar ehf. á árinu 2019 lagðar fram til kynningar á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 .
- .16 2010019 Fundagerðir Ferðasmiðjunnar 2020Byggðarráð Skagafjarðar - 934 Lögð fram til kynningar fundargerð Ferðasmiðjunnar ehf. frá 2. október 2020. Bókun fundar Fundargerð Ferðasmiðjunnar ehf. frá 2. október 2020 lögð fram til kynningar á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 .