Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 935

Málsnúmer 2010008F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 403. fundur - 21.10.2020

Fundargerð 935. fundar byggðarráðs frá 14. október 2020 lögð fram til afgreiðslu á 402. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 935 Málið áður á dagskrá 934. fundar þann 7. október 2020. Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð samþykkir að Sigfús Ólafur vinni áfram að verkefninu í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 935. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 935 Lagðar fram upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins tímabilið janúar-ágúst 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 935. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 935 Lögð fram tillaga um að hlutfallstala útsvars í Sveitarfélaginu Skagafirði á árinu 2021 verði 14,52%, sem er óbreytt hlutfall frá árinu 2020.
    Byggðarráð samþykkir að útsvarshlutfall ársins 2021 verði 14,52% og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 Útsvarshlutfall árið 2021. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 935 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. október 2020 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi útreikning framlaga til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts. Bókun fundar Afgreiðsla 935. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 935 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. september 2020 frá Samgönguminjasafni Skagafjarðar í Stóragerði varðandi fyrstu slökkvibifreiðina, sem kom í héraðið og er í eigu sveitarfélagsins, og safnið hafði til sýningar í sumar sem leið.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera samning við Samgönguminjasafn Skagafjarðar um sýningu og umsjón slökkvibifreiðarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 935. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 935 Byggðarráð samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 191.227.000 kr. til allt að 15 ára. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 Umsókn um langtímalán 2020. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 935 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. október 2020 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 208/2020, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 98/2004, um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku (verðlagshækkun jöfnunargjalds raforku)". Umsagnarfrestur er til og með 20.10.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 935. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.