Fyrirspurn barst frá Steinari Skarphéðinssyni vegna uppbyggingar vegkerfis á Norðurlandi vestra á næstu árum.
Sviðsstjóri kynnti upplýsingar úr samgönguáætlun um fjárveitingar til tengivega fyrir árin 2020 - 2024. Áætlunin er til á landsvísu og er fjámagn í málaflokkinn um 1 ma. króna á ári, um 40 % er ætluð á Norðursvæði. Samkvæmt svari Vegagerðarinnar þá liggja áætlanir um fjárveitingar í einstaka tengivegi ekki fyrir. Fjárveitingar til stærri tengivega í Skagafirði, (Hegranesvegur, Sæmundarhlíð) eru ekki í sjónmáli á næstu árum nema sérstakt átak komi til samkvæmt svari Vegagerðarinnar. Nefndin lýsir óánægju með hversu litlu framkvæmdarfé er varið til Skagafjarðar og norðvestursvæðis.
Sviðsstjóri kynnti upplýsingar úr samgönguáætlun um fjárveitingar til tengivega fyrir árin 2020 - 2024. Áætlunin er til á landsvísu og er fjámagn í málaflokkinn um 1 ma. króna á ári, um 40 % er ætluð á Norðursvæði. Samkvæmt svari Vegagerðarinnar þá liggja áætlanir um fjárveitingar í einstaka tengivegi ekki fyrir. Fjárveitingar til stærri tengivega í Skagafirði, (Hegranesvegur, Sæmundarhlíð) eru ekki í sjónmáli á næstu árum nema sérstakt átak komi til samkvæmt svari Vegagerðarinnar. Nefndin lýsir óánægju með hversu litlu framkvæmdarfé er varið til Skagafjarðar og norðvestursvæðis.