Ný sorpmóttökustöð í Varmahlíð nafngift
Málsnúmer 2010012
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 173. fundur - 03.11.2020
Óskað var eftir hugmyndum Skagfirðinga um nafngift á nýju sorpmóttökustöðina í Varmahlíð. Undirtektir fólks voru afskaplega ánægjulegar og bárust alls inn 62 tillögur. Samþykkt er að setja 5 álitlegustu nöfnin að mati umhverfis- og samgöngunefndar til atkvæðagreiðslu á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Opnað verður á atkvæðagreiðsluna miðvikudaginn 4. nóvember og lýkur henni sunnudaginn 9. nóvember klukkan 24:00.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir frábærar undirtektir. Tillögurnar 5 verða settar á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem íbúar geta kosið á milli nafnanna. Úrslitin verða svo kynnt við formlega opnun stöðvarinnar laugardaginn 14. nóvember næstkomandi.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir frábærar undirtektir. Tillögurnar 5 verða settar á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem íbúar geta kosið á milli nafnanna. Úrslitin verða svo kynnt við formlega opnun stöðvarinnar laugardaginn 14. nóvember næstkomandi.
Nefndin felur sviðsstjóra að vinna í samráði við Sigfús Ólaf um nafngift sorpmóttökustöðvar í Varmahlíð.