Fara í efni

Varðar kröfur um hljóðmælingar í starfsleyfi Steinullar hf á Sauðárkróki

Málsnúmer 2010048

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 173. fundur - 03.11.2020

Í janúar 2019 var gefið út minnisblað vegna hávaðamælinga sem gerðar voru við verksmiðju Steinullar hf á Sauðárkróki. Hávaðamælingar Mannvits sýndu að hávaði var alls staðar ásættanlegur. Óskað var eftir því við Umhverfisstofnun að dregið yrði úr kröfum um tíðni hávaðamælinga þannig að þær skuli gerðar einu sinni á starfsleyfistímabilinu (16 ár) í stað tveggja ára.

Umhverfisstofnun íhugar að leyfa að hljóðmælingar verði gerðar á fjögurra ára fresti. Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu Umhverfisstofnunar.