Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2021 á vegum landbúnaðarnefndar

Málsnúmer 2010100

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 215. fundur - 20.11.2020

Lögð fram fjárhagsáætlun 2021 fyrir málaflokka sem landbúnaðarnefnd fjallar um. Fjárhagsáætlun landbúnaðarmála í málaflokki 13 gerir ráð fyrir útgjöldum að fjárhæð 15.628 þús.kr. Landbúnaðarnefnd hefur haft á sinni könnu umsjón með minka- og refaeyðingu sem er innan fjárheimilda málaflokks 11-Umhverfismál. Áætlun 2021 gerir ráð fyrir 7.360 þús.kr. til minka- og refaeyðingar. Landbúnaðarnefnd óskar eftir því fjárhæðin verði hækkuð um 400 þús.kr. vegna minkaeyðingar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagðar áætlanir og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs. Landbúnaðarnefnd óskar eftir því að byggðarráð sjái til þess að eignasjóður fái fjármagn á árinu 2021 til þess að sinna aðkallandi viðhalds- og uppbyggingarverkefnum vegna skilarétta í sveitarfélaginu.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 216. fundur - 11.12.2020

Lögð fram fjárhagsáætlun ársins 2021 og er hún óbreytt frá fyrri umræðu. Framlög til fjallskilasjóða á árinu 2021 yfirfarin og úthlutuð. Úthlutað var samtals 5.990.000 kr.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Arnóri Gunnarssyni að senda upplýsingar til fjallskilastjórnanna.