Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt að taka mál 1910149 Fjárhagsáætlun 2020 - landbúnaðarmál á dagskrá með afbrigðum.
1.Fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu frá 2017
Málsnúmer 1912073Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að endurskoðaðri fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu. Farið yfir samþykktina.
Landbúnaðarnefnd mun taka málið upp á öðrum fundi.
Landbúnaðarnefnd mun taka málið upp á öðrum fundi.
2.Fjárhagsáætlun 2021 á vegum landbúnaðarnefndar
Málsnúmer 2010100Vakta málsnúmer
Lögð fram fjárhagsáætlun ársins 2021 og er hún óbreytt frá fyrri umræðu. Framlög til fjallskilasjóða á árinu 2021 yfirfarin og úthlutuð. Úthlutað var samtals 5.990.000 kr.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Arnóri Gunnarssyni að senda upplýsingar til fjallskilastjórnanna.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Arnóri Gunnarssyni að senda upplýsingar til fjallskilastjórnanna.
3.Fjárhagsáætlun 2020 - landbúnaðarmál
Málsnúmer 1910149Vakta málsnúmer
Landbúnaðarnefnd samþykkir að úthluta einni milljón króna af styrkjalið deildar 13210 til viðhalds Skagaréttar og Árhólaréttar, 500.000 kr. í hvora rétt.
4.Land á Hofsósi
Málsnúmer 2011210Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. nóvember 2021, frá Sveini Jóhanni Einarssyni varðandi tún (land nr. 8) sem hann er með á leigu frá sveitarfélaginu á Hofsósi.
Landbúnaðarnefnd þarf að fá staðfest lóðamörk milli Brautarholts, lands nr. 8 og Birkihlíðar á Hofsósi áður en hægt er að afgreiða erindið.
Landbúnaðarnefnd þarf að fá staðfest lóðamörk milli Brautarholts, lands nr. 8 og Birkihlíðar á Hofsósi áður en hægt er að afgreiða erindið.
Fundi slitið - kl. 11:57.