Jólamót Molduxa 2020
Málsnúmer 2010175
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 282. fundur - 05.11.2020
Íþróttafélagið Molduxar óskar eftir gjaldfrjálsum aðgangi að íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna jólamóts félagsins þann 26. desember n.k. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fella niður gjald fyrir afnot af húsinu þennan dag líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Nefndin fagnar þessum árlega viðburði Molduxa sem dregur að sér fjölda fólks, bæði iðkendur í körfubolta og gesti á öllum aldri. Erindið er samþykkt. Guðný Axelsdóttir formaður nefndarinnar sat hjá við afgreiðslu á þessum lið.