Rætt hefur verið um að Akrahreppur taki þátt í uppbyggingu og rekstri nýrrar sorpmóttökustöðvar í Varmahlíð og á fundinn komu Þórunn Rögnvaldsdóttir og Friðrik Þór Jónsson til að ræða þau mál. Akrahreppur hefur rætt að auka flokkun á sínu svæði og hefur áhuga á að taka þátt í rekstri stöðvarinnar. Umræður eru á milli sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og oddvita Akrahrepps um samstarf. Sviðstjóra er falið að halda áfram samstarfinu með það að markmiði að gera samstarfssamning.
Þórunn Rögnvaldsdóttir og Friðrik Þór Jónsson sátu þennan lið.
Akrahreppur hefur rætt að auka flokkun á sínu svæði og hefur áhuga á að taka þátt í rekstri stöðvarinnar. Umræður eru á milli sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og oddvita Akrahrepps um samstarf. Sviðstjóra er falið að halda áfram samstarfinu með það að markmiði að gera samstarfssamning.