Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 393

Málsnúmer 2011032F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 405. fundur - 16.12.2020

Fundargerð 393. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 2. desember 2020 lögð fram til afgreiðslu á 405. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 393 Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vísaði á fundi sínum 26.11.2020, fjárhagsáætlun til skipulags- og byggingarnefndar til síðari umræðu.
    Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir fjárhagsáætlun vegna ársins 2021, og hefur gert nokkrar breytingar til hagræðingar þ.m.t forgangasröðun áætlaðra skipulagsverkefna. Sundurliðast, tekjur 7.980.000- og gjöld 73.504.352-. Áætlunin er vel innan fyrirframs uppgefnum fjárhagsramma.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vísa framlögðum drögum fjárhagsáætlunar vegna ársins 2021, til byggðarráðs/sveitarstjórnar til afgreiðslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 393 Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að breytingu á framsetningu gildandi gjaldskrár, fyrir skipulagsmál, lóðamál, byggingarreiti auk framkvæmdaleyfismála.
    Tillagan gerir ráð fyrir að frá fyrri útgáfu sé gerð breyting í þá veru að undir hverjum lið verði vinnsla á skipulagstillögum eða breytingum, gjalfært eftir uppsettum reikningi vegna vinnu við tillögur í stað fasts gjalds. Umsýslukostnaður haldi sér eins og var í fyrri gjaldskrá.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir nýja tillögu að gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.



    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 393 Vísað frá fundi byggðarráðs 24.11.2020, erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna umsagnar á frumvarpi til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis). Óskað er eftir að umsögn berist eigi síðar en 2. desember 2020. Fyrir liggur skýrsla starfshóps dags. júlí 2020, um tillögur átakshóps í húsnæðismálum varðandi skipulagsmál.
    Skipulags- og byggingarnefnd fagnar framkomnum tillögum, sérstaklega þeim er snúa að styttingu ferla í skipulagsmálum. Nefndin telur að allt til styttingar og einföldunar ferla í skipulagsmálum, sé til góða fyrir alla aðila.
    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 393 Ingvar Páll Ingvarsson f.h. veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, leggur fram umsókn um stofnun byggingarreits í landi Sauðárkróks L2018097, þ.e. í Sauðárgili, skv. meðfylgjandi gögnum. Byggingareitur tekur til afmörkunar á útivistarsvæði í Sauðárgili, þar sem fyrirhugað er að reisa útivistarskýri, geymslu, auk grillhúss.
    Skipulags- og byggingarnefnd telur nauðsynlegt að stofnuð verði lóð til afmörkunar svæðisins. Nefndin samþykkir að stofnaður verði byggingarreitur skv. fyrirliggjandi gögnum innan fyrirhugaðrar lóðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 393 Sigurjón Einarsson f.h. Landgræðslunnar, óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna bakkavarna í Laxá í landi Skíðastaða. Um er að ræða tæplega 250m langan bakka sem þarf lagfæringar við, skv. meðfylgjandi gögnum. Fyrir liggja umsagnir frá Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi 772/2012.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Laxá í landi Skíðastaða - Framkvæmdaleyfi vegna bakkavarna" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 393 Sigurjón Einarsson f.h. Landgræðslunnar, óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna bakkavarna í Húseyjarkvísl í landi Húseyjar og Borgareyjar. Um er að ræða tæplega 150m langan bakka sem þarf lagfæringar við, skv. meðfylgjandi gögnum. Fyrir liggja umsagnir frá Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun.
    Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir umsögn frá Veiðifélagi Húseyjarkvíslar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 393 Lagt fram samkomulag dagsett, 25.11.2020, undirritað af Víkingi Þ. Gunnarssyni kt. 210363-2639, Guðrúnu J. Stefánsdóttur kt. 200667-4179, og skipulagsfulltrúa, f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar um skil á úthlutaðri byggingarlóð númer 17 við Iðutún á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samkomulag. Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 393 Rögnvaldur Guðmundsson f.h. RARIK ohf, leggur fram fyrirspurn um, hvort Sveitarfélagið Skagafjörður geti stofnað 30 m2 lóð úr landi sveitarfélagsins, undir spennistöð (dreifi og rofastöð) á Hofsósi. Staðsetning lóðar er norðan við Norðurbraut á Hofsósi, skv. meðfylgjandi gögnum.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Skipulagsfulltrúa er falið að láta vinna lóðarblað og stofna umbeðna lóð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 393 Þröstur Ingi Jónsson kt. 060371-3699 f.h. RH. Endurskoðunar ehf. kt. 660712-0380 og Naflans ehf. kt. 670509-2140 óskar umsagnar um hvor leyfi fáist fyrir viðbyggingu við skrifstofuhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 1 við Sæmundargötu.
    Fyrirhuguð stækkun, tvær hæðir, 6,5 m út frá og með norðaustur hlið húss. Framlögð gögn gera grein fyrir erindinu.
    Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið, og er skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.