Fara í efni

Gjaldskrá skipulagsfulltrúa 2021

Málsnúmer 2011059

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 393. fundur - 02.12.2020

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að breytingu á framsetningu gildandi gjaldskrár, fyrir skipulagsmál, lóðamál, byggingarreiti auk framkvæmdaleyfismála.
Tillagan gerir ráð fyrir að frá fyrri útgáfu sé gerð breyting í þá veru að undir hverjum lið verði vinnsla á skipulagstillögum eða breytingum, gjalfært eftir uppsettum reikningi vegna vinnu við tillögur í stað fasts gjalds. Umsýslukostnaður haldi sér eins og var í fyrri gjaldskrá.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir nýja tillögu að gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.



Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 944. fundur - 10.12.2020

Lögð fram gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu, stofnun lóða, byggingarreita og útgáfu framkvæmdaleyfa í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir árið 2021.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 405. fundur - 16.12.2020

Lögð fram gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu, stofnun lóða, byggingarreita og útgáfu framkvæmdaleyfa í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir árið 2021. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.