Fara í efni

Móttökusveitarfélög - beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni

Málsnúmer 2011121

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 940. fundur - 19.11.2020

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. október 2020 frá félagsmálaráðuneytinu þar sem kynnt er að ráðuneytið leitar að sveitarfélögum sem eru áhugasöm um að taka þátt í reynsluverkefni um að fjölga móttöku flóttafólks í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Óskað er eftir fundi með áhugasömum sveitarfélögum til þess að kynna verkefnið og innihald samninga við móttökusveitarfélög.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir kynningu á verkefninu frá félagsmálaráðuneytinu.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 956. fundur - 10.03.2021

Málið áður á 940. fundi byggðarráðs þann 19. nóvember 2021 og samþykkti ráðið að óska eftir kynningu á verkefninu frá félagsmálaráðuneytinu. Fulltrúar ráðuneytisins, Linda Rós Alfreðsdóttir og Hrafnhildur Kvaran kynntu verkefnið í gegnum fjarfundabúnað.