Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123 2010
Málsnúmer 2011182
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 393. fundur - 02.12.2020
Vísað frá fundi byggðarráðs 24.11.2020, erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna umsagnar á frumvarpi til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis). Óskað er eftir að umsögn berist eigi síðar en 2. desember 2020. Fyrir liggur skýrsla starfshóps dags. júlí 2020, um tillögur átakshóps í húsnæðismálum varðandi skipulagsmál.
Skipulags- og byggingarnefnd fagnar framkomnum tillögum, sérstaklega þeim er snúa að styttingu ferla í skipulagsmálum. Nefndin telur að allt til styttingar og einföldunar ferla í skipulagsmálum, sé til góða fyrir alla aðila.
Skipulags- og byggingarnefnd fagnar framkomnum tillögum, sérstaklega þeim er snúa að styttingu ferla í skipulagsmálum. Nefndin telur að allt til styttingar og einföldunar ferla í skipulagsmálum, sé til góða fyrir alla aðila.
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til skipulags- og byggingarnefndar.