Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar 2021
Málsnúmer 2011253
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 944. fundur - 10.12.2020
Umhverfis- og samgöngunefnd bókaði svo á 174. fundi sínum:
"Lagt er til að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðunar hækki um 15% frá og með 1. janúar 2021.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að hækka gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun um 10% frá og með 1. janúar. 2021 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Jafnframt samþykkir byggðarráð að endurskoða gjaldskrána á árinu 2021 í kjölfar væntanlegs útboðs á sorphirðu.
"Lagt er til að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðunar hækki um 15% frá og með 1. janúar 2021.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að hækka gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun um 10% frá og með 1. janúar. 2021 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Jafnframt samþykkir byggðarráð að endurskoða gjaldskrána á árinu 2021 í kjölfar væntanlegs útboðs á sorphirðu.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 405. fundur - 16.12.2020
Byggðarráð samþykkir að hækka gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun um 10% frá og með 1. janúar. 2021 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Jafnframt samþykkir byggðarráð að endurskoða gjaldskrána á árinu 2021 í kjölfar væntanlegs útboðs á sorphirðu.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.
Svana Ósk Rúnarsdóttir fulltrúi Byggðalistans óskar bókað:
Ég tel hækkanir á sorphirðu- og sorpeyðingargjöldum vera óhóflega miklar. Nær væri að leita annarra leiða til hagræðingar, s.s. búa til enn frekari hvata til flokkunar. Móttaka úrgangs til urðunar frá rekstraraðilum er jafnframt gjaldskyld og er greitt eftir vigt. Búa þarf þannig um hnútana að það sé aðstaða til staðar til að gera það, og fylgja því svo eftir að það sé gert. Það bæði býr til hvata til þess að auka flokkun, og gerir gjaldtöku sanngjarnari.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Guðlaugur Skúlason fulltrúar meirihluta óska bókað:
Kostnaður við sorphirðu hefur aukist verulega hjá Sveitarfélaginu Skagafirði undanfarin ár. Þannig má áætla að sveitarfélagið borgi um 50 m.kr. með málaflokknum á árinu 2020 en undanfarin ár hefur þessi tala numið 45-50 m.kr. á hverju ári. Þetta er því miður ekki einsdæmi því hið sama gildir um fjölmörg sveitarfélög vítt og breytt um landið. Mörg sveitarfélög hækka gjaldskrár sínar fyrir sorphirðu á árinu 2021 umtalsvert og má þar t.d. nefna Borgarbyggð og Norðurþing. Lögum samkvæmt ber sveitarfélögum að innheimta gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs í samræmi við kostnað. Því er nauðsynlegt að auka tekjur vegna málaflokksins um leið og leitað verði leiða til að ná niður kostnaði vegna hans. Ein leið til þess er að auka flokkun og draga úr urðun úrgangs eins og Sveitarfélagið Skagafjörður stefnir að með opnun nýrra móttökustöðva í Varmahlíð og á Hofsósi. Jafnframt að leita leiða til hagræðinga í þjónustunni en hafin er vinna með ráðgjöf verkfræðistofunnar Eflu við útboð sorpþjónustu sem fyrirhugað er á fyrri hluta árs 2021. Lögð er áhersla á að komið verður til móts við hækkun á sorphirðugjöldum ársins 2021 með breytingu á öðrum gjöldum líkt og þegar hefur verið samþykkt í byggðarráði.