Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Hafnasambandsþing 2020
Málsnúmer 2007036Vakta málsnúmer
2.Fundagerðir Hafnasambands 2020
Málsnúmer 2001004Vakta málsnúmer
Lögð var fram til kynningar fundargerð 428 frá Hafnasambandi Íslands.
3.Fráveita Sauðárkróki 2020. sniðræsi og dælustöðvar hönnun, og skipulag.
Málsnúmer 2010141Vakta málsnúmer
Fyrir liggur að ákveða framtíðaráform um fráveitu á Sauðárkróki. Lögð fram grunntillaga verkfræðistofanna Eflu og Stoðar um legu lagna og staðsetningu hreinsistöðva, dælustöðva og útrása.
Nefndin samþykkir framlagða tillögu og felur sviðsstjóra að halda verkefninu áfram.
Nefndin samþykkir framlagða tillögu og felur sviðsstjóra að halda verkefninu áfram.
Ingvar Páll Ingvarsson sat þennan lið.
4.Fjárhagsáætlun 2021 - Skagafjarðarhafnir 61
Málsnúmer 2011281Vakta málsnúmer
Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun Skagafarðarhafna fyrir árið 2021.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.
5.Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2021
Málsnúmer 2011258Vakta málsnúmer
Lögð var fram tillaga að 2,5% hækkun gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2021.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs.
6.Litli skógur, útikennslustofa
Málsnúmer 2004231Vakta málsnúmer
Ingvar Páll kynnir fyrir nefndarmönnum stöðu verkefnisins og fór yfir nýjustu teikningar.
Nefndin leggur áherslu á að verkefnið haldi dampi og að vinna hefjist við hús, svið og lagnavinnu að gefnu samþykki byggingar- og skipulagsfulltrúa.
Nefndin leggur áherslu á að verkefnið haldi dampi og að vinna hefjist við hús, svið og lagnavinnu að gefnu samþykki byggingar- og skipulagsfulltrúa.
Ingvar Páll Ingvarsson sat þennan lið.
7.Fjárhagsáætlun 2021 - Fráveita 69
Málsnúmer 2011271Vakta málsnúmer
Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun málaflokks 69 - fráveitu fyrir árið 2021.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.
Ingvar Páll Ingvarsson sat þennan lið.
8.Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2021
Málsnúmer 2011256Vakta málsnúmer
Lagðar er til breytingar á gjaldskrá tæmingu rotþróa sem munu taka gildi 1. janúar 2021. Hækkun gjalds fyrir tæmingu rotþróa endurspeglar raunkosnað á tæmingum undanfarin ár.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.
Ingvar Páll Ingvarsson sat þennan lið.
9.Gjaldskrá hunda- og kattahald 2021
Málsnúmer 2011259Vakta málsnúmer
Lagt er til að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald hækki um 2,5% frá og með 1. janúar 2021.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.
10.Opnun nýrrar sorpmóttökustöðvar í Varmahlíð.
Málsnúmer 2010232Vakta málsnúmer
Þann 18. nóvember 2020 var opnuð ný sorpmóttökustöð í Varmahlíð. Á opnuninni var nafn stöðvarinnar opinberað og fékk hún nafnið Farga.
Nefndin fagnar þessum frábæra áfanga í sorphirðumálum Skagfirðinga og óskar þeim öllum til hamingju með Förgu móttökustöð.
Nefndin fagnar þessum frábæra áfanga í sorphirðumálum Skagfirðinga og óskar þeim öllum til hamingju með Förgu móttökustöð.
11.Fjárhagsáætlun 2021 - Hreinlætismál 08
Málsnúmer 2011269Vakta málsnúmer
Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 08 - hreinlætismál árið 2021.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.
12.Fjárhagsáætlun 2021 - Umhverfismál 11
Málsnúmer 2011268Vakta málsnúmer
Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun málaflokks 11 - umhverfismál fyrir árið 2021.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.
13.Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar 2021
Málsnúmer 2011253Vakta málsnúmer
Lagt er til að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðunar hækki um 15% frá og með 1. janúar 2021.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.
Svana Ósk Rúnarsdóttir fulltrúi Byggðalistans óskar bókað:
Ég tel hækkanir á sorphirðu- og sorpeyðingargjöldum vera óhóflega miklar. Nær væri að leita annarra leiða til hagræðingar, s.s. búa til enn frekari hvata til flokkunar. Móttaka úrgangs til urðunar frá rekstraraðilum er jafnframt gjaldskyld og er greitt eftir vigt. Búa þarf þannig um hnútana að það sé aðstaða til staðar til að gera það, og fylgja því svo eftir að það sé gert. Það bæði býr til hvata til þess að auka flokkun, og gerir gjaldtöku sanngjarnari.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Guðlaugur Skúlason fulltrúar meirihluta óska bókað:
Kostnaður við sorphirðu hefur aukist verulega hjá Sveitarfélaginu Skagafirði undanfarin ár. Þannig má áætla að sveitarfélagið borgi um 50 m.kr. með málaflokknum á árinu 2020 en undanfarin ár hefur þessi tala numið 45-50 m.kr. á hverju ári. Þetta er því miður ekki einsdæmi því hið sama gildir um fjölmörg sveitarfélög vítt og breytt um landið. Mörg sveitarfélög hækka gjaldskrár sínar fyrir sorphirðu á árinu 2021 umtalsvert og má þar t.d. nefna Borgarbyggð og Norðurþing. Lögum samkvæmt ber sveitarfélögum að innheimta gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs í samræmi við kostnað. Því er nauðsynlegt að auka tekjur vegna málaflokksins um leið og leitað verði leiða til að ná niður kostnaði vegna hans. Ein leið til þess er að auka flokkun og draga úr urðun úrgangs eins og Sveitarfélagið Skagafjörður stefnir að með opnun nýrra móttökustöðva í Varmahlíð og á Hofsósi. Jafnframt að leita leiða til hagræðinga í þjónustunni en hafin er vinna með ráðgjöf verkfræðistofunnar Eflu við útboð sorpþjónustu sem fyrirhugað er á fyrri hluta árs 2021. Lögð er áhersla á að komið verður til móts við hækkun á sorphirðugjöldum ársins 2021 með breytingu á öðrum gjöldum líkt og þegar hefur verið samþykkt í byggðarráði.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.
Svana Ósk Rúnarsdóttir fulltrúi Byggðalistans óskar bókað:
Ég tel hækkanir á sorphirðu- og sorpeyðingargjöldum vera óhóflega miklar. Nær væri að leita annarra leiða til hagræðingar, s.s. búa til enn frekari hvata til flokkunar. Móttaka úrgangs til urðunar frá rekstraraðilum er jafnframt gjaldskyld og er greitt eftir vigt. Búa þarf þannig um hnútana að það sé aðstaða til staðar til að gera það, og fylgja því svo eftir að það sé gert. Það bæði býr til hvata til þess að auka flokkun, og gerir gjaldtöku sanngjarnari.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Guðlaugur Skúlason fulltrúar meirihluta óska bókað:
Kostnaður við sorphirðu hefur aukist verulega hjá Sveitarfélaginu Skagafirði undanfarin ár. Þannig má áætla að sveitarfélagið borgi um 50 m.kr. með málaflokknum á árinu 2020 en undanfarin ár hefur þessi tala numið 45-50 m.kr. á hverju ári. Þetta er því miður ekki einsdæmi því hið sama gildir um fjölmörg sveitarfélög vítt og breytt um landið. Mörg sveitarfélög hækka gjaldskrár sínar fyrir sorphirðu á árinu 2021 umtalsvert og má þar t.d. nefna Borgarbyggð og Norðurþing. Lögum samkvæmt ber sveitarfélögum að innheimta gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs í samræmi við kostnað. Því er nauðsynlegt að auka tekjur vegna málaflokksins um leið og leitað verði leiða til að ná niður kostnaði vegna hans. Ein leið til þess er að auka flokkun og draga úr urðun úrgangs eins og Sveitarfélagið Skagafjörður stefnir að með opnun nýrra móttökustöðva í Varmahlíð og á Hofsósi. Jafnframt að leita leiða til hagræðinga í þjónustunni en hafin er vinna með ráðgjöf verkfræðistofunnar Eflu við útboð sorpþjónustu sem fyrirhugað er á fyrri hluta árs 2021. Lögð er áhersla á að komið verður til móts við hækkun á sorphirðugjöldum ársins 2021 með breytingu á öðrum gjöldum líkt og þegar hefur verið samþykkt í byggðarráði.
14.Fjárhagsáætlun 2021 - Umferða- og samgöngumál 10
Málsnúmer 2011270Vakta málsnúmer
Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun málaflokks 10 - umferðar- og samgöngumál fyrir árið 2021.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.
15.Fyrirhuguð niðurfelling vega
Málsnúmer 2011185Vakta málsnúmer
Borist hafa tilkynningar um áform Vegagerðarinnar um styttingu og aflögn fjögurra héraðsvega.
Sviðsstjóra er falið að senda Vegagerðinni athugasemdir við áformin með réttum upplýsingum um búsetu við viðkomandi vegi.
Sviðsstjóra er falið að senda Vegagerðinni athugasemdir við áformin með réttum upplýsingum um búsetu við viðkomandi vegi.
16.Fundur um samgöngumál á Norðurlandi vestra
Málsnúmer 2011250Vakta málsnúmer
Norðursvæði: nýframkvæmdir og helstu viðhaldsverkefni á Norðurlandi vestra. Skýrsla (glærur) frá Vegagerðinni.
Sviðsstjóri kynnti glærur Vegagerðarinnar frá 24. nóvember þar sem farið var yfir helstu áform um uppbyggingu og viðhald vegakerfisins á næstu árum. Nefndin hvetur fulltrúa sveitarfélagsins til að fylgja eftir brýnum verkefnum er varðar vegakerfi Skagafjarðar.
Sviðsstjóri kynnti glærur Vegagerðarinnar frá 24. nóvember þar sem farið var yfir helstu áform um uppbyggingu og viðhald vegakerfisins á næstu árum. Nefndin hvetur fulltrúa sveitarfélagsins til að fylgja eftir brýnum verkefnum er varðar vegakerfi Skagafjarðar.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Málinu frestað til næsta fundar.