Fara í efni

Byggingarnefnd skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi

Málsnúmer 2011276

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 942. fundur - 02.12.2020

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að setja á fót sérstaka byggingarnefnd fyrir skóla- og íþróttamannvirki á Hofsósi. Nefndin skal hafa yfirumsjón með fyrirhuguðum viðhalds- og nýframkvæmdum skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi, ásamt hönnun. Byggingarnefndin skal skipuð oddvitum allra flokka sem sæti eiga í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Byggðarráð er stjórn eignasjóðs. Formaður byggðarráðs er jafnframt formaður bygginganefndarinnar og hefur hann tvöfalt atkvæðavægi. Varamenn byggðarráðsfulltrúa koma í þeirra stað í forföllum.
Með nefndinni skulu eftir atvikum vinna sveitarstjóri, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdarsviðs, fræðslustjóri, skólastjórar leik- og grunnskóla á Hofsósi, skólastjóri tónlistarskóla, forstöðumaður íþróttamannvirkja og byggingafulltrúi.