Skipulagsstofnun hefur með tölvupósti dags. 13.11.2020, óskað eftir umsögn, vegna kynningar á viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026, sem hefur verið auglýst til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010, 105/2006 og reglugerð nr. 1001/2011. Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Auk þess felur tillagan í sér breytingar á gildandi landsskipulagsstefnu varðandi skipulag haf- og strandsvæða m.t.t. laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða. Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur að í viðauka við Landsskipulagstefnu 2015-2026, er varða loftslag, landslag og lýðheilsu séu mörg mjög jákvæð markmið og áherslur er snerta skipulagsgerð í bæði dreifbýli og í þéttbýli. Nefndin telur eðlilegt að nánari grein verði gerð fyrir þeim gildum og viðmiðum sem eigi að gilda um útfærslur á fræðsluefni, leiðbeiningum og öðru sem Skipulagsstofnun er ætlað að útfæra fyrir sveitarfélög, hönnuði, ráðgjafa og aðra sem að málum koma. Einnig er afar mikilvægt að haldið verði vel utan um góð búsetuskilyrði til að tryggja dreifðari byggðir landsins og minnir á að sveitarfélög á Íslandi eru mörg hver fámenn og strjálbýl og þurfa sett gildi og viðmið að taka mið af því. Jafnframt að skoðuð verði betur atriði er varða ítarlegri og fjölþættari aðkomu almennings að skipulagsmálum. Vert er að spyrja hvort þau atriði séu í takt við þær hugmyndir sem viðraðar hafa verið um styttingu ferla í skipulagsmálum. Þá telur nefndin mikilvægt að farið verði í heildstæða yfirferð á skipulagslöggjöfinni, til að stytta skipulagsferla, og er þess vænst að viðauki við landsskipulagsstefnu verði ekki til kostnaðarauka og lengingar skipulagsferla.
Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Auk þess felur tillagan í sér breytingar á gildandi landsskipulagsstefnu varðandi skipulag haf- og strandsvæða m.t.t. laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða.
Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur að í viðauka við Landsskipulagstefnu 2015-2026, er varða loftslag, landslag og lýðheilsu séu mörg mjög jákvæð markmið og áherslur er snerta skipulagsgerð í bæði dreifbýli og í þéttbýli.
Nefndin telur eðlilegt að nánari grein verði gerð fyrir þeim gildum og viðmiðum sem eigi að gilda um útfærslur á fræðsluefni, leiðbeiningum og öðru sem Skipulagsstofnun er ætlað að útfæra fyrir sveitarfélög, hönnuði, ráðgjafa og aðra sem að málum koma. Einnig er afar mikilvægt að haldið verði vel utan um góð búsetuskilyrði til að tryggja dreifðari byggðir landsins og minnir á að sveitarfélög á Íslandi eru mörg hver fámenn og strjálbýl og þurfa sett gildi og viðmið að taka mið af því.
Jafnframt að skoðuð verði betur atriði er varða ítarlegri og fjölþættari aðkomu almennings að skipulagsmálum. Vert er að spyrja hvort þau atriði séu í takt við þær hugmyndir sem viðraðar hafa verið um styttingu ferla í skipulagsmálum.
Þá telur nefndin mikilvægt að farið verði í heildstæða yfirferð á skipulagslöggjöfinni, til að stytta skipulagsferla, og er þess vænst að viðauki við landsskipulagsstefnu verði ekki til kostnaðarauka og lengingar skipulagsferla.