Skipulags- og byggingarnefnd - 396
Málsnúmer 2012027F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 406. fundur - 20.01.2021
Fundargerð 396. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 6. janúar 2020 lögð fram til afgreiðslu á 406. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 396 Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögur að reglum er varða úthlutun á byggingarlóðum í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður um málið. Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 396 Ingvar Páll Ingvarsson f.h. veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, leggur fram umsókn um stofnun lóðar í landi Sauðárkróks L2018097, þ.e. í Sauðárgili, skv. meðfylgjandi gögnum. Lóðin tekur til afmörkunar á útivistarsvæði í Sauðárgili, þar sem fyrirhugað er að reisa útivistarskýri, geymslu, auk grillhúss.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt og
felur skipulagsfulltrúa að ganga frá stofnun lóðar. Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 396 Á 388 fundi skipulags- og byggingarnefndar 14.10.2020 lagði Hörður Snævar Knútsson kt.171273-4189 f.h., K-taks kt. 630693-2259, fram tillögu að parhúsateikningu á byggingarreitinn Gilstún 1-3 á Sauðárkróki. Óskað var afstöðu skipulags- og byggingarnefndar á þeirri tillögu.
Skipulags- og byggingarnefnd tók jákvætt í erindið, og taldi nauðsynlegt að grenndarkynna tillöguna lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
Skipulagsfulltrúi hefur grenndarkynnt tillöguna samræmi við 40. gr skipulagslaga nr. 123.2010, og voru bréf þess efnis send á lóðarhafa Gilstúns 2,4,6, og 8, auk Gilstúns 5. Einnig á Eyrartún 2 og 4. Bréf fóru út 4. desember 2020, og var gefinn frestur til að gera athugasemdir til 5. janúar 2021.
Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningunni.
Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir fyrirhugaða húsgerð og stækkun byggingarreits, og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 396 Skipulagsstofnun hefur með tölvupósti dags. 13.11.2020, óskað eftir umsögn, vegna kynningar á viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026, sem hefur verið auglýst til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010, 105/2006 og reglugerð nr. 1001/2011.
Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Auk þess felur tillagan í sér breytingar á gildandi landsskipulagsstefnu varðandi skipulag haf- og strandsvæða m.t.t. laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða.
Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur að í viðauka við Landsskipulagstefnu 2015-2026, er varða loftslag, landslag og lýðheilsu séu mörg mjög jákvæð markmið og áherslur er snerta skipulagsgerð í bæði dreifbýli og í þéttbýli.
Nefndin telur eðlilegt að nánari grein verði gerð fyrir þeim gildum og viðmiðum sem eigi að gilda um útfærslur á fræðsluefni, leiðbeiningum og öðru sem Skipulagsstofnun er ætlað að útfæra fyrir sveitarfélög, hönnuði, ráðgjafa og aðra sem að málum koma. Einnig er afar mikilvægt að haldið verði vel utan um góð búsetuskilyrði til að tryggja dreifðari byggðir landsins og minnir á að sveitarfélög á Íslandi eru mörg hver fámenn og strjálbýl og þurfa sett gildi og viðmið að taka mið af því.
Jafnframt að skoðuð verði betur atriði er varða ítarlegri og fjölþættari aðkomu almennings að skipulagsmálum. Vert er að spyrja hvort þau atriði séu í takt við þær hugmyndir sem viðraðar hafa verið um styttingu ferla í skipulagsmálum.
Þá telur nefndin mikilvægt að farið verði í heildstæða yfirferð á skipulagslöggjöfinni, til að stytta skipulagsferla, og er þess vænst að viðauki við landsskipulagsstefnu verði ekki til kostnaðarauka og lengingar skipulagsferla.
Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 396 Þorgils Magnússon skipulags- og byggingarfulltrúi Blönduóss óskar eftir umsögn er varðar breytingu á gildandi aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030. Breytingarnar eru eftirfarandi:
1. Breyting er gerð á legu Þverárfjallsvegar nr. 73. norðaustur af Blönduósi, vegna breytinga sem urðu á legu vegarins í hönnunarferli með tilliti til votlendis. Breytingin nær yfir um 2 km vegkafla.
2. Fjögur ný efnistökusvæði eru skilgreind þar af þrjú vegna vegagerðarinnar og eitt vegna efnisvinnslu á Sölvabakka.
3. Stækkun sorpförgunarsvæðis Ú1 og aukning á árlegu magni til urðunar, landmótun og rekstur brennsluofns í Stekkjarvík. Breyta þarf skilmálum sorpförgunarsvæðisins og einnig verður skoðað hvort talin sé þörf á að breyta skilmálum fyrir efnistökusvæði E4 m.t.t. samlegðaráhrifa vegna urðunar.
4. Breyting á legu reiðleiðar innan þéttbýlisins á Blönduósi.
Einnig er um að ræða tillögua að breytingu á deiliskipulagi í Stekkjarvík.
Breytingar á deiliskipulagi snúa að því að auka urðun á svæðinu sem og að bæta við brennsluofni og gassöfnunarblöðru sem þýðir stækkun svæðisins, breytta afmörkun og breytingar á texta í deiliskipulaginu.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir hvorki athugasemdir við aðalskipulagsbreytingu né deiliskipulagsbreytingu. Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.