Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Dagskrá
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 946
Málsnúmer 2012021FVakta málsnúmer
Fundargerð 946. fundar byggðarráðs frá 23. desember 2020 lögð fram Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 946 Lagt fram ódagsett bréf þar sem stjórn Markaðsstofu Norðurlands skorar á sveitarfélög að styðja vel við rekstur skíðasvæða. Skíðasvæði gegna mikilvægu hlutverki í vetrarferðaþjónustu. Byggðarráð þakkar fyrir brýninguna og óskar skíðasvæðum á Norðurlandi velgengi í skíðavertíðinni sem framundan er. Bókun fundar Afgreiðsla 946. fundar byggðarráðs staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 946 Lagður fram samningur á milli Bæjartúns hses og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um stofnframlag vegna byggingar leiguíbúða við Freyjugötu á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að ganga frá honum. Byggðarráð vísar samningnum jafnframt til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Samningur um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir" Samþykkt samhljóða.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 946 Lagður fram tölvupóstur úr máli 2012119, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 14. desember 2020. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, svo og 26. gr. reglug. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar um umsókn dags. 07.12. 2020 frá Guðrúnu Sonju Birgisdóttur, Vogum, 565 Hofsósi, f.h. Retro ehf., kt.691216-1010, um leyfi til að reka veitingastað í flokki III, að Baldurshaga fnr. 214-3729, 565 Hofsós.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Bókun fundar Afgreiðsla 946. fundar byggðarráðs staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 946 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. desember 2020 úr máli 2012121, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, svo og 26. gr. reglug. nr. 1277/2016, er óskað eftir umsögn um umsókn dags. 30.11. 2020 frá Peony Wiedemann, Hellulandi, 551 Sauðárkrókur, f.h. Helluland 551 ehf, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Hellulandi, fnr.2142383, 551 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 946. fundar byggðarráðs staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 946 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 17. desember 2020 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi lokaskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning. Bókun fundar Afgreiðsla 946. fundar byggðarráðs staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
- 1.6 2012156 Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægiaðgerðum vegna COVID-19Byggðarráð Skagafjarðar - 946 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 15. desember 2020 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna COVID-19. Bókun fundar Afgreiðsla 946. fundar byggðarráðs staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
2.Byggðarráð Skagafjarðar - 947
Málsnúmer 2101001FVakta málsnúmer
Fundargerð 947. fundar byggðarráðs frá 6. janúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 406. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 947 Lagðar fram áskoranir frá Samtökum grænkera á Íslandi, dagsettar 21. desember 2020. Annars vegar til sveitarafélaga um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum og hinsvegar í tilefni af Veganúar 2021 skora Samtök grænkera á Íslandi á alla leik- og grunnskóla landsins að bjóða upp á grænkerafæði fyrir alla nemendur sína að minnsta kosti einu sinni í viku nú í janúar.
Byggðarráð leggur áherslu á að í skólum sveitarfélagsins sé eins og kostur er boðið upp á holla og fjölbreytta fæðu svo sem kjöt, fisk, mjólkurvörur og grænmeti sem framleidd er í Skagafirði. Með því telur sveitarfélagið að komið sé til móts við bæði lýðheilsumarkmið, gildi heilsueflandi samfélags og lágmörkun kolefnisspors. Bókun fundar Afgreiðsla 947. fundar byggðarráðs staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum. - 2.2 2012240 Samráð; Drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa kórónaveirufaldursins á sveitarfélögByggðarráð Skagafjarðar - 947 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. desember 2020, þar sem sam samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 279/2020, "Drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa kórónaveirufaldursins á sveitarfélög". Umsagnarfrestur er til og með 07.01.2021.
Byggðarráð tekur undir markmið frumvarpsins. Bókun fundar Afgreiðsla 947. fundar byggðarráðs staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 947 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. desember 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 274/2020, "Grænbók um byggðamál". Umsagnarfrestur er til og með 25.01.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 947. fundar byggðarráðs staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 947 Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar-nóvember 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 947. fundar byggðarráðs staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
3.Byggðarráð Skagafjarðar - 948
Málsnúmer 2101012FVakta málsnúmer
Fundargerð 948. fundar byggðarráðs frá 13. janúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 406. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 948 Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun ársins 2021 vegna skuldbreytinga langtímalána að fjárhæð 418 mkr.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tilllögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki 1" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 948 Byggðarráð samþykkir hér með að vísa því til sveitarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að höfuðstól allt að 418.000.000 kr., með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034.
Til tryggingar láninu (höfuðstól, verðbóta auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármagna eldri lán sem upphaflega voru tekin til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Bókun fundar Forseti gerir tilllögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Skuldbreyting langtímalána" Samþykkt samhljóða.. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 948 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. desember 2020 frá nefndasviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál. Umsagnarfrestur er til 1. febrúar 2021.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.
Bókun fundar Afgreiðsla 948. fundar byggðarráðs staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 948 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. desember 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 274/2020, "Grænbók um byggðamál". Umsagnarfrestur er til og með 25.01. 2021.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar framkominni grænbók um byggðamál. Um er að ræða afar brýnan málaflokk sem snertir ákaflega marga þætti innviða landsins alls.
Meginmarkmið grænbókarinnar er að byggðir og sveitarfélög um land allt verði sjálfbær og að þjónusta samgöngu- og fjarskiptakerfa mæti þörfum samfélagsins. Áherslur og leiðir eru einnig brýnar, þ.e. að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða um land allt.
Byggðarráð leggur áherslu á hversu gríðarlega mikilvægt það er að styrkja mikilvæga innviði landsins, s.s. aðgang að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu og hjúkrunarrýmum, tækifæri til fjölbreyttrar menntunar, tengingu heimila og atvinnulífs við öruggt raforkukerfi sem mismunar ekki íbúum landsins hvað gjaldskrár varðar, eflingu og stækkun dreifisvæðis hitaveitna, og stuðning við nýsköpun og sprotastarfsemi, svo fátt eitt sé nefnt. Allt þetta stuðlar að styrkingu byggða og atvinnulífs um land allt.
Í dag búa um 64% Íslendinga á höfuðborgarsvæðinu en sambærilegt hlutfall í nágrannalöndum okkar er 20-36%. Eðlilegt er því að stjórnvöld beiti sér fyrir jafnari búsetuskilyrðum um land allt og að fólk hafi val um að búa á þeim stað sem það kýs, án þess að það bitni á aðgengi að grunninnviðum sem hvert samfélag á að búa við.
Byggðarráð hvetur stjórnvöld til dáða við að framfylgja og innleiða markmið og áherslur grænbókarinnar sem allra fyrst.
Bókun fundar Afgreiðsla 948. fundar byggðarráðs staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 948 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. janúar 2021 þar sem heilbrigðisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 5/2021, "Barneignarþjónusta - stöðuskýrsla og tillögur starfshóps ráðherra". Umsagnarfrestur er til og með 08.02. 2021.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar framkominni skýrslu um barneignarþjónustu.
Eins og réttilega er bent á er engin stefna til um barneignarþjónustu hérlendis, hvorki varðandi fjölda og staðsetningu skilgreindra fæðingarstaða á landsvísu, né yfirlýst stefna um þá þjónustu og aðbúnað sem konum ætti að standa til boða.
Á Norðurlandi vestra er enginn skilgreindur fæðingarstaður og þurfa barnshafandi konur í þeim landshluta því að leita til Akureyrar, Akraness eða annað til að fæða börn sín. Ekki þarf að fjölyrða um oft á tíðum erfiðar aðstæður sem konur geta lent í af þeim sökum en barnshafandi konur í Skagafirði þurfa t.a.m. í öllum tilfellum að fara um erfiða fjallvegi til fæðingarstaða, þ.e. um Öxnadalsheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall eða Siglufjarðarveg. Síðast liðinn vetur lokuðust þessir vegir mjög reglulega, Öxnadalsheiði í 34 skipti, Vatnsskarð í 22 skipti, Þverárfjall í 43 skipti og Siglufjarðarvegur í 54 skipti.
Þá má minna á að aðgangur íbúa Norðurlands vestra að sjúkrahúsþjónustu sem er með sólarhringsaðgengi að skurðstofu er hvergi lakara en á Norðurlandi vestra. Nánast enginn íbúi á möguleika á að komast í slíka þjónustu á innan við klukkustund en í þeim landshluta sem næst lakast stendur á rúmlega helmingur íbúa þess kost að komast á þannig sjúkrahús innan klukkustundar. Úr þessu má bæta með tvennu móti, að byggja upp og manna sjúkrahús sem getur bætt aðgengi íbúanna að þessari þjónustu. Hins vegar má bæta samgöngur.
Ef miðað er við framangreinda skýrslu um barneignarþjónustu virðist ætlunin ekki vera sú að byggja upp fæðingarþjónustu á Norðurlandi vestra heldur mögulega koma upp starfsstöð héraðsljósmóður á Sauðárkróki sem „bæri ábyrgð á að veita grunnþjónustu í héraði, s.s. meðgönguvernd, sængurleguþjónustu og ungbarnavernd auk leghálsskimunar og ávísun hormónatengdra getnaðarvarna auk þess að hafa skilgreinda og launaða bakvaktaskyldu til að sinna bráðatilfellum í héraði. Héraðsljósmóðir bæri ábyrgð á að samþætta grunnþjónustu við sérhæfða þjónustu sem væri ýmist hægt að veita á staðnum, með fjarheilbrigðisþjónustu eða með flutningi skjólstæðings á hærra þjónustustig.“
Með öðrum orðum virðist ætlunin sú að áfram verði enginn skilgreindur fæðingarstaður á Norðurlandi vestra heldur verði komið á fót starfi héraðsljósmóður sem undirbyggi barnshafandi konur undir flutning á hærra þjónustustig.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fer fram á að íbúar Norðurlands vestra búi við sambærilega þjónustu af hálfu ríkisins og íbúar annarra landshluta. Bókun fundar Afgreiðsla 948. fundar byggðarráðs staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 948 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 30. desember 2020 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi drög að umsögn um drög að viðbótum við landsskipulagsstefnu. Bókun fundar Afgreiðsla 948. fundar byggðarráðs staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 948 Lögð fram til kynningar drög að Innkaupastefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 948. fundar byggðarráðs staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
4.Félags- og tómstundanefnd - 285
Málsnúmer 2101008FVakta málsnúmer
Fundargerð 285. fundar félags- og tómstundanefndar frá 14. janúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 405. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Félags- og tómstundanefnd - 285 Lögð fram fyrirspurn um hvort sveitarfélagið hyggst framlengja gildistíma árskorta í sundlaugar í Skagafirði vegna COVID-19. Félags-og tómstundanefnd samþykkir að framlengja gildistíma þeirra sem nemur lokun vegna faraldursins á árinu 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 285 Lögð fram styrkbeiðni frá Stígamótum vegna starfsemi samtakanna. Nefndin telur sér ekki fært að veita styrk að þessu sinni en óskar Stígamótum alls góðs í störfum sínum. Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 285 Erindi frá Félagi eldri borgara í Skagafirði. Í samræmi við fjárhagsáætlun 2021 samþykkir nefndin að veita Félagi eldri borgara í Skagfirði 300.000 kr. styrk vegna félagsstarfa á árinu 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 285 Lögð fram beiðni um styrk frá Aflinu á Akureyri. Nefndin samþykkir að styrkja Aflið um 100.000 krónur vegna starfsins á árinu 2021 og hvetur jafnframt til þess að samtökin heimsæki grunnskólana í Skagafirði með erindi um forvarnir. Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 285 Daggjald er ákvarðað í reglugerð um dagdvöl aldraðra nr. 1245/2016 með árlegum breytingum. Árið 2021 er daggjald notenda kr. 1.281 kr. Nefndin samþykkir að fæðiskostnaður á dag árið 2021 verði 540 kr., samanlagt daggjald með fæði 1.821 kr.
og fjarvistargjald á dag 1.281 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 285 Fjögur mál lögð fyrir nefndina. Öll samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
5.Skipulags- og byggingarnefnd - 395
Málsnúmer 2012020FVakta málsnúmer
Fundargerð 395. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 18. desember 2020 lögð fram til afgreiðslu á 406. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 395 Skipulagsfulltrúi leggur fram gögn sem skýra afmörkun íbúðarhúsalóðarinnar Freyjugötu 9, L143342, á Sauðárkróki. Gögn unnin af Stoð ehf verkfræðistofu. Lóðin hefur verið mæld upp með nákvæmum gps tækjum, og er niðurstaða mælinga, að stærð lóðar er 3.780 m2, og er í samræmi við gildandi deiliskipulag gamla bæjarins á Sauðárkróki.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir afmörkun lóðarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
6.Skipulags- og byggingarnefnd - 396
Málsnúmer 2012027FVakta málsnúmer
Fundargerð 396. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 6. janúar 2020 lögð fram til afgreiðslu á 406. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 396 Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögur að reglum er varða úthlutun á byggingarlóðum í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður um málið. Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 396 Ingvar Páll Ingvarsson f.h. veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, leggur fram umsókn um stofnun lóðar í landi Sauðárkróks L2018097, þ.e. í Sauðárgili, skv. meðfylgjandi gögnum. Lóðin tekur til afmörkunar á útivistarsvæði í Sauðárgili, þar sem fyrirhugað er að reisa útivistarskýri, geymslu, auk grillhúss.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt og
felur skipulagsfulltrúa að ganga frá stofnun lóðar. Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 396 Á 388 fundi skipulags- og byggingarnefndar 14.10.2020 lagði Hörður Snævar Knútsson kt.171273-4189 f.h., K-taks kt. 630693-2259, fram tillögu að parhúsateikningu á byggingarreitinn Gilstún 1-3 á Sauðárkróki. Óskað var afstöðu skipulags- og byggingarnefndar á þeirri tillögu.
Skipulags- og byggingarnefnd tók jákvætt í erindið, og taldi nauðsynlegt að grenndarkynna tillöguna lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
Skipulagsfulltrúi hefur grenndarkynnt tillöguna samræmi við 40. gr skipulagslaga nr. 123.2010, og voru bréf þess efnis send á lóðarhafa Gilstúns 2,4,6, og 8, auk Gilstúns 5. Einnig á Eyrartún 2 og 4. Bréf fóru út 4. desember 2020, og var gefinn frestur til að gera athugasemdir til 5. janúar 2021.
Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningunni.
Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir fyrirhugaða húsgerð og stækkun byggingarreits, og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 396 Skipulagsstofnun hefur með tölvupósti dags. 13.11.2020, óskað eftir umsögn, vegna kynningar á viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026, sem hefur verið auglýst til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010, 105/2006 og reglugerð nr. 1001/2011.
Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Auk þess felur tillagan í sér breytingar á gildandi landsskipulagsstefnu varðandi skipulag haf- og strandsvæða m.t.t. laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða.
Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur að í viðauka við Landsskipulagstefnu 2015-2026, er varða loftslag, landslag og lýðheilsu séu mörg mjög jákvæð markmið og áherslur er snerta skipulagsgerð í bæði dreifbýli og í þéttbýli.
Nefndin telur eðlilegt að nánari grein verði gerð fyrir þeim gildum og viðmiðum sem eigi að gilda um útfærslur á fræðsluefni, leiðbeiningum og öðru sem Skipulagsstofnun er ætlað að útfæra fyrir sveitarfélög, hönnuði, ráðgjafa og aðra sem að málum koma. Einnig er afar mikilvægt að haldið verði vel utan um góð búsetuskilyrði til að tryggja dreifðari byggðir landsins og minnir á að sveitarfélög á Íslandi eru mörg hver fámenn og strjálbýl og þurfa sett gildi og viðmið að taka mið af því.
Jafnframt að skoðuð verði betur atriði er varða ítarlegri og fjölþættari aðkomu almennings að skipulagsmálum. Vert er að spyrja hvort þau atriði séu í takt við þær hugmyndir sem viðraðar hafa verið um styttingu ferla í skipulagsmálum.
Þá telur nefndin mikilvægt að farið verði í heildstæða yfirferð á skipulagslöggjöfinni, til að stytta skipulagsferla, og er þess vænst að viðauki við landsskipulagsstefnu verði ekki til kostnaðarauka og lengingar skipulagsferla.
Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 396 Þorgils Magnússon skipulags- og byggingarfulltrúi Blönduóss óskar eftir umsögn er varðar breytingu á gildandi aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030. Breytingarnar eru eftirfarandi:
1. Breyting er gerð á legu Þverárfjallsvegar nr. 73. norðaustur af Blönduósi, vegna breytinga sem urðu á legu vegarins í hönnunarferli með tilliti til votlendis. Breytingin nær yfir um 2 km vegkafla.
2. Fjögur ný efnistökusvæði eru skilgreind þar af þrjú vegna vegagerðarinnar og eitt vegna efnisvinnslu á Sölvabakka.
3. Stækkun sorpförgunarsvæðis Ú1 og aukning á árlegu magni til urðunar, landmótun og rekstur brennsluofns í Stekkjarvík. Breyta þarf skilmálum sorpförgunarsvæðisins og einnig verður skoðað hvort talin sé þörf á að breyta skilmálum fyrir efnistökusvæði E4 m.t.t. samlegðaráhrifa vegna urðunar.
4. Breyting á legu reiðleiðar innan þéttbýlisins á Blönduósi.
Einnig er um að ræða tillögua að breytingu á deiliskipulagi í Stekkjarvík.
Breytingar á deiliskipulagi snúa að því að auka urðun á svæðinu sem og að bæta við brennsluofni og gassöfnunarblöðru sem þýðir stækkun svæðisins, breytta afmörkun og breytingar á texta í deiliskipulaginu.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir hvorki athugasemdir við aðalskipulagsbreytingu né deiliskipulagsbreytingu. Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
7.Umhverfis- og samgöngunefnd - 175
Málsnúmer 2012024FVakta málsnúmer
Fundargerð 175. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 28. desember 2020 lögð fram til afgreiðslu á 406. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 175 Lögð var fram ákvörðun byggðarráðs frá 24.11.2020 um 2,5% hækkun gjaldskrár brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 175 Lögð var fram ákvörðun byggðarráðs frá 24.11.2020 um 2,5% hækkun gjaldskrá brunavarna - slökkvitækjaþjónustu Skagafjarðar fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum..
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 175 Hafnasambandsþing fór fram á rafrænum fundi 27. nóvember. Farið verður yfir helstu málefni þingsins er varða Skagafjarðarhafnir.
Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri fór yfir helstu atriði sem komu fram á þinginu er varða Skagafjarðarhafnir. Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 175 Verulegar framkvæmdir hafa verið á hafnarsvæði Sauðárkrókshafnar á árinu sem er að líða. Búið er að malbika stór svæði og verið er að girða af gámageymslusvæði til að uppfylla kröfur vegna Schengen-samstarfsins. Öll aðstaða á höfninni hefur batnað stórlega sem gerir kleift að auka enn frekar umskipun í höfninni. Fyrir liggur ákvörðun Samgönguráðuneytis á fjárveitingu til kaupa á nýjum hafnsögubáti og verið að leita að heppilegum bát í því skyni fyrir höfnina.
Lagt er til að fasteignin Háeyri 6 verði seld og andvirði eignarinnar látnar ganga upp í framangreindar fjárfestingar. Hafnastjóra er falið að segja upp gildandi leigusamningi og hlutast til um sölu á eigninni.
Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 175 Dagur Þór hafnastjóri fer yfir nýjustu upplýsingar um stöðu fjárveitinga til kaupa á hafnsögubáti. Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
8.Umhverfis- og samgöngunefnd - 176
Málsnúmer 2101004FVakta málsnúmer
Fundargerð 176. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 11. janúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 406. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 176 Mánudaginn 11. janúar 2021, efndi Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og samstarfsvettvangur sorpsamlaga á suðvesturhorninu, til opins kynningar- og umræðufundar um fyrirliggjandi greiningu á þörf fyrir hátæknibrennslu til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi og fyrstu aðgerðum til undirbúnings að uppbyggingu innviða til brennslu.
Nefndarmenn hlýddu á erindin sem stóðu frá 10:00 til 12:15. Kynningarfundurinn var mjög áhugaverður og fræðandi. Nefndin leggur til að sviðsstjóri láti meti magn brennanlegs úrgangs hjá Sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 176. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 176 Ábending kom frá lögreglustjóra á Norðurlandi vestra, Brunavörnum Skagafjarðar, Brunavörnum Austur-Húnvetninga og Brunavörnum Húnaþings á samfélagsmiðlum þann 29. desember 2020. Í ábendingunni er farið yfir losun úrgangs utan móttökustöðvar, sorpílata eða grenndargáma og gruns um brennslu á sorpi og annars úrgangs.
Nefndin tekur undir ábendingu frá viðbragðsaðilum og leggur áherslu á að farið sé að reglum um meðhöndlun sorps og annars úrgangs.
Bókun fundar Afgreiðsla 176. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 176 Unnin hafa verið drög að bættri aðkomu að Sauðárkróki frá Þverárfjallsvegi (744). Sviðsstjóri fer yfir hugmynd sem unnin hefur verið sem varðar aðkomuna.
Nefndin felur sviðsstjóra af kynna þessa hugmynd fyrir Vegarerðinni og upplýsa nefndina um framvindu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 176. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
9.Samningur um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir
Málsnúmer 2012076Vakta málsnúmer
Lagður fram samningur á milli Bæjartúns hses og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um stofnframlag vegna byggingar leiguíbúða við Freyjugötu á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að ganga frá honum. Byggðarráð vísar samningnum jafnframt til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Framlagður samningur borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með átta atkvæðum.
Framlagður samningur borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með átta atkvæðum.
10.Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki 1
Málsnúmer 2101098Vakta málsnúmer
Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun ársins 2021 vegna skuldbreytinga langtímalána að fjárhæð 418 mkr. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Framlagður viðauki borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með átta atkvæðum.
Framlagður viðauki borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með átta atkvæðum.
11.Skuldbreyting langtímalána
Málsnúmer 2010221Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir hér með, með átta atkvæðum, á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að höfuðstól allt að 418.000.000 kr., með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, verðbóta auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármagna eldri lán sem upphaflega voru tekin til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, verðbóta auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármagna eldri lán sem upphaflega voru tekin til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
12.Umboð fyrir félög
Málsnúmer 2101088Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að veita Margeiri Friðrikssyni, kt. 1510603239, prókúru fyrir eftirtalda lögaðila:
6409983779 Minningarsj. Þórönnu og Halldórs,
4303830789 Félagsheimilið Skagasel,
4501697819 Bifröst, félagsheimili,
4602692889 Félagsheimilið Miðgarður,
4804750119 Félagsheimili Rípurhrepps,
4804750549 Félagsheimilið Árgarður,
4908850489 Félagsheimilið Ljósheimar,
5401695519 Félagsheimilið Ketilási,
6405952489 Náttúrugripasafn Skagafjarðar,
6905780189 Héraðsbókasafn Skagfirðinga
4511760489 Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.
og 6006830209 Utanverðunesslegat.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með átta atkvæðum.
6409983779 Minningarsj. Þórönnu og Halldórs,
4303830789 Félagsheimilið Skagasel,
4501697819 Bifröst, félagsheimili,
4602692889 Félagsheimilið Miðgarður,
4804750119 Félagsheimili Rípurhrepps,
4804750549 Félagsheimilið Árgarður,
4908850489 Félagsheimilið Ljósheimar,
5401695519 Félagsheimilið Ketilási,
6405952489 Náttúrugripasafn Skagafjarðar,
6905780189 Héraðsbókasafn Skagfirðinga
4511760489 Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.
og 6006830209 Utanverðunesslegat.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með átta atkvæðum.
13.Aðalgata 10 A - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2011156Vakta málsnúmer
Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar frá 26. nóvember sl. var fyrirhuguð framkvæmd Pálínu Óskar Ómarsdóttur kt. 290991-3319, sem sótti f.h. eiganda fasteignar með fasteignanúmerið F2131122 sem er í fjöleignahúsi að Aðalgötu 10A á Sauðárkróki, um leyfi til að gera breytingar á húsnæðinu, auglýst/kynnt frá og með miðvikudegi 2. desember til og með 16. desember 2020 í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og á heimasíðu sveitarfélagsins og í Sjónhorni.
Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á auglýsingatíma.
Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á auglýsingatíma.
Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
14.Aðalgata 16B - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2101028Vakta málsnúmer
Hjá byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar liggur fyrir umsókn í samræmi við 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerð nr. 112/2012, frá Sigurjóni Rúnari Rafnssyni, kt. 281265-5399, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, kt. 680169-5009, eigenda Aðalgötu 16b á Sauðárkróki, um leyfi til að gera breytingar á áður samþykktu byggingarleyfi fyrir gistiheimili.
Fyrirhugaðar framkvæmdir samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu og framlagðir uppdrættir uppfylla ákvæði laga og reglugerða. Þar sem fyrirhuguð framkvæmd og húsnæði er varðar framkvæmdina er innan verndarsvæðis í byggð, með vísan í 6. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015, skal sveitarstjórn auglýsa hina fyrirhugðu framkvæmd áður en tekin er ákvörðun um leyfi til framkvæmda. Þannig er almenningi og hagsmunaaðilum veitt tækifæri til að koma sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri við sveitarstjórn áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdina.
Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæði að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd og skal auglýsingartími vera tvær vikur.
Hafi ekki borist á auglýsingartíma ábendingar/ athugasemdir varðandi fyrirhugaða framkvæmd er byggingarfulltrúa falin afgreiðsla málsins.
Fyrirhugaðar framkvæmdir samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu og framlagðir uppdrættir uppfylla ákvæði laga og reglugerða. Þar sem fyrirhuguð framkvæmd og húsnæði er varðar framkvæmdina er innan verndarsvæðis í byggð, með vísan í 6. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015, skal sveitarstjórn auglýsa hina fyrirhugðu framkvæmd áður en tekin er ákvörðun um leyfi til framkvæmda. Þannig er almenningi og hagsmunaaðilum veitt tækifæri til að koma sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri við sveitarstjórn áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdina.
Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæði að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd og skal auglýsingartími vera tvær vikur.
Hafi ekki borist á auglýsingartíma ábendingar/ athugasemdir varðandi fyrirhugaða framkvæmd er byggingarfulltrúa falin afgreiðsla málsins.
15.Sumarlokanir leikskóla 2021
Málsnúmer 2101019Vakta málsnúmer
Lagt er til að leikskólar í Skagafirði verði lokaðir sem hér segir sumarið 2021.
Ársalir 7. júlí (miðvikudagur) kl. 14:00 - 5. ágúst (fimmtudagur) kl. 10:00. Samtals 19 orlofsdagar.
Birkilundur 2. júlí (föstudagur) kl. 12:00 - 9. ágúst (mánudagur) kl. 12:00. Samtals 24 orlofsdagar.
Tröllaborg 30. júní (miðvikudagur) kl. 12:00 - 5. ágúst (fimmtudagur) kl. 12:00. Samtals 24 orlofsdagar.
Fræðslunefnd samþykkir tillöguna.
Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum.
Ársalir 7. júlí (miðvikudagur) kl. 14:00 - 5. ágúst (fimmtudagur) kl. 10:00. Samtals 19 orlofsdagar.
Birkilundur 2. júlí (föstudagur) kl. 12:00 - 9. ágúst (mánudagur) kl. 12:00. Samtals 24 orlofsdagar.
Tröllaborg 30. júní (miðvikudagur) kl. 12:00 - 5. ágúst (fimmtudagur) kl. 12:00. Samtals 24 orlofsdagar.
Fræðslunefnd samþykkir tillöguna.
Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum.
16.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 29
Málsnúmer 2012026FVakta málsnúmer
Fundargerð 29. fundar Skagfirskra leiguíbúða hses. frá 29. desember 2020 lögð fram til kynningar á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021
17.Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 17
Málsnúmer 2012016FVakta málsnúmer
17. fundargerð stjórnar Menningaseturs Skagfirðinga frá 17. desember 2020 lögð fram til kynningar á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021
18.Fundagerðir Norðurár bs 2020
Málsnúmer 2001007Vakta málsnúmer
Fundargerðir aðalfundar Norðurár bs. frá 13. október 2020 og aukaaðalfundar frá 11. nóvember 2020 ásamt fundargerð 97. stjórnarfundar frá 25. nóvember lagðar fram tilkynningar á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021
Fundi slitið - kl. 16:30.
Samþykkt samhljóða.