Tekið fyrir á 942. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 2. des 2020 þannig bókað: Lagður fram kaupsamningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Varmahlíðarstjórnar (Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð ses.) um kaup sveitarfélagsins á öllum fasteignum og hitaveituréttindum í eigu Varmahlíðarstjórnar. Umsamið kaupverð er 179.384.000 kr. Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að ganga frá honum til undirritunar með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga samþykkir framlagðan samning og felur formanni að ganga frá honum til undirritunar.
Lagður fram kaupsamningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Varmahlíðarstjórnar (Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð ses.) um kaup sveitarfélagsins á öllum fasteignum og hitaveituréttindum í eigu Varmahlíðarstjórnar. Umsamið kaupverð er 179.384.000 kr. Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að ganga frá honum til undirritunar með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga samþykkir framlagðan samning og felur formanni að ganga frá honum til undirritunar.