Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga
Dagskrá
Björg Baldursdóttir tók þátt í fundinum í gegnum Teams. Sesselja Árnadóttir hjá KPMG sat fundinn einnig í gegnum Teams.
1.Laugarbrekka í Reykjarhól
Málsnúmer 2012045Vakta málsnúmer
Formaður kynnti bréf frá sýlslumanninum á Norðurlandi vestra þar sem kemur fram leiðrétt þinglýsing, sbr. 1. mgr. 27. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978, vegna fasteignarinnar Reykjarhóll-Laugarbrekka, L146063, F2337360, Sveitarfélaginu Skagafirði.
2.Ósk um heimild til sölu eigna
Málsnúmer 2012046Vakta málsnúmer
Borist hefur svar frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dags. 25.11. 2020, þar sem hann upplýsir um að embættið gerir ekki athugasemd við sölu Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð ses. á fasteignum menningarsetursins.
3.Kaupsamningur og afsal eigna
Málsnúmer 2012047Vakta málsnúmer
Tekið fyrir á 942. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 2. des 2020 þannig bókað:
Lagður fram kaupsamningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Varmahlíðarstjórnar (Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð ses.) um kaup sveitarfélagsins á öllum fasteignum og hitaveituréttindum í eigu Varmahlíðarstjórnar. Umsamið kaupverð er 179.384.000 kr. Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að ganga frá honum til undirritunar með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga samþykkir framlagðan samning og felur formanni að ganga frá honum til undirritunar.
Lagður fram kaupsamningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Varmahlíðarstjórnar (Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð ses.) um kaup sveitarfélagsins á öllum fasteignum og hitaveituréttindum í eigu Varmahlíðarstjórnar. Umsamið kaupverð er 179.384.000 kr. Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að ganga frá honum til undirritunar með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga samþykkir framlagðan samning og felur formanni að ganga frá honum til undirritunar.
4.Prókúruumboð Menningarseturs Skagfirðinga
Málsnúmer 2012052Vakta málsnúmer
Stjórn leggur til að felld verði niður prókúruheimild Þóru Bjarkar Jónsdóttur á reikning Varmahlíðarstjórnar í Arionbanka og að Einar E Einarsson fái prókúruheimild í hennar stað.
5.Frágangur eigna
Málsnúmer 2012048Vakta málsnúmer
Stjórn felur formanni að gera drög að minnisblaði um frágang eigna samkvæmt umræðum.
Fundi slitið - kl. 16:45.