Fara í efni

Viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 2012060

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 944. fundur - 10.12.2020

Lagður fram viðauki númer 10 við fjárhagsáætlun 2020. Viðauki þessi er gerður vegna aukinna tekna vegna Förgu í Varmahlíð og lækkunar framkvæmdakostnaðar. Einnig er gert ráð fyrir stofnframlögum vegna bygginga átta íbúða við Laugatún 21-27 og átta íbúða á Freyjugötureit. Áætluð skuldbreyting langtímalána er allt að 418 mkr. Gerð er breyting á áætlun ársins vegna kaupa á fasteignum Varmahlíðarstjórnar og skilyrtri afhendingu Varmahlíðarstjórnar á öllum fjármunum stofnunarinnar til sveitarfélagsins. Einnig gerir viðaukinn ráð fyrir breytingu á langtímakröfum, viðskiptakröfum og -skuldum.
Þessar breytingar leiða til hækkunar á handbæru fé um rúmar 63 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 405. fundur - 16.12.2020

Lagður fram viðauki númer 10 við fjárhagsáætlun 2020. Viðauki þessi er gerður vegna aukinna tekna vegna Förgu í Varmahlíð og lækkunar framkvæmdakostnaðar. Einnig er gert ráð fyrir stofnframlögum vegna bygginga átta íbúða við Laugatún 21-27 og átta íbúða á Freyjugötureit. Áætluð skuldbreyting langtímalána er allt að 418 mkr. Gerð er breyting á áætlun ársins vegna kaupa á fasteignum Varmahlíðarstjórnar og skilyrtri afhendingu Varmahlíðarstjórnar á öllum fjármunum stofnunarinnar til sveitarfélagsins. Einnig gerir viðaukinn ráð fyrir breytingu á langtímakröfum, viðskiptakröfum og -skuldum. Þessar breytingar leiða til hækkunar á handbæru fé um rúmar 63 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Viðauði 10 við fjárhagsáætlun 2020, borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.