Gjaldskrá fyrir gatnag.gjöld, stofngj.fráveitu og fl. 2021
Málsnúmer 2012081
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 405. fundur - 16.12.2020
Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2021 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Lóðir sem niðurfellingin gildir um verði tilgreindar á sérstakan hátt á yfirlitskortum yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins. Ofangreind samþykkt um niðurfellingu gatnagerðargjalda gildir um lóðir sem voru byggingarhæfar fyrir 1. janúar 2019. Jafnframt beinir byggðarráð því til sveitarstjórnar að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af lóðum við nýjar götur sem voru byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar á árunum 2019 og 2020. Lóðir við nýjar götur sem verða byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar eftir 1. janúar 2021 munu bera full gatnagerðargjöld. Ákvæðið vari til 31. desember 2021. Ákvæðið verður ekki afturvirkt og miðað er við að byggingarleyfi hafi verið veitt innan þessara tímamarka.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Jafnframt beinir byggðarráð því til sveitarstjórnar að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af lóðum við nýjar götur sem voru byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar á árunum 2019 og 2020.
Lóðir við nýjar götur sem verða byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar eftir 1. janúar 2021 munu bera full gatnagerðargjöld.
Ákvæðið vari til 31. desember 2021. Ákvæðið verður ekki afturvirkt og miðað er við að byggingarleyfi hafi verið veitt innan þessara tímamarka.