Fara í efni

Fyrirspurn um skólaakstur vegna leikskólabarns

Málsnúmer 2012204

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 164. fundur - 20.01.2021

Borist hefur erindi frá foreldri sem óskar eftir að barn fái að nýta skólabíl til að fara í leikskólann á Hólum. Um er að ræða 5 ára barn sem mun hefja grunnskólanám á Hólum næsta haust. Í ljósi sérstakra aðstæðna og þar sem málið hamlar ekki akstri að öðru leyti, samþykkir fræðslunefnd að heimila að barnið fái að nýta skólabílinn út skólaárið 2020-2021. Komi til þess að grunnskólabörnum fjölgi þannig að skólabíllinn verði fullnýttur, verður ákvörðun þessi endurskoðuð.