Fara í efni

Veitunefnd - 73

Málsnúmer 2101019F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 407. fundur - 24.02.2021

Fundargerð 73. fundar veitunefndar frá 21. janúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 407. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 73 Hleypt var heitu vatni inná stofninn fyrir Hegranesið fimmtudaginn 14. jan. Fyrsta heimtaugin var svo tengd inná kerfið mánudaginn 18. jan. Í framhaldinu munu enn fleiri notendur detta inn.
    Tenging ljósleiðara í brunnum er komin af stað. Búnaðurinn til að tengja ljósleiðarann við Sauðárkrók er ekki kominn.
    Nefndin fagnar áfanganum og óskar ábúendum á Hegranesinu til hamingju. Formleg opnun verður síðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar veitunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 73 Fyrirspurn kom frá eigenda að Stokkhólma um aðgang að heitu vatni.
    Málið er í skoðun hjá sviðsstjóra.
    Lagning hitavatnslagnar frá Vallanesi að Stokkhólma er ekki á fjárhagsáætlum á árinu 2021.
    Vísað er í bókum frá fundi Veitunefndar nr.70 þann 28.09.2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar veitunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 73 Lagningu ljósleiðara er lokið. Tenging ljósleiðara hefst ekki fyrr en Hegranesið er langt komið eða búið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar veitunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 73 Yfir kaldasta tímann í jan. 2021 þurftu Skagafjarðarveitur að senda frá sér tilkynningu til að biðla til notendur að fara sparlega með heita vatnið. Búast má við að viðlíka ástand komi upp á næstu mánuðum þegar svo kalt er í veðri.
    Sviðsstjóra er falið að vinna að undirbúningu útboðs á nýrri vinnsluholu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar veitunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 73 Sviðsstjóri fer yfir verkefnalista yfir framkvæmdir og viðhald sem þarf að sinna á árinu. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar veitunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 níu atkvæðum.