Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 397

Málsnúmer 2101024F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 407. fundur - 24.02.2021

Fundargerð 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 27. janúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 407. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Á 391 fundi skipulags- og byggingarnefndar 9.11.2020, var lögð fram tillaga að lóðarblaði fyrir lóðina Kvistahlíð 12, á Sauðárkróki. Á lóðarblaði kom fram flatarmál lóðar, stærð byggingarreits, nýtingarhlutfall/byggingarmagn á byggingarreit, uppgefin mænisstefna auk hnita með afmörkun lóðar. Lóðin er 861 m2 að stærð og byggingarreitur 360 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall lóðar er 0.32. Gert er ráð fyrir einnar hæðar húsi með hæð húss allt að 5.0m Skipulags- og byggingarnefnd fól skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna nálægum lóðarhöfum.
    Skipulagsfulltrúi hefur grenndarkynnt tillöguna, og voru bréf þess efnis send á lóðarhafa í Kvistahlíð 4,6,8,10 9,11,13,15,17, og 19. Einnig voru send bréf á lóðarhafa í Grenihlíð 26, 28,30 og 32.
    Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum.
    Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til nýtt endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 hefur öðlast gildi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Á 391 fundi skipulags- og byggingarnefndar 9.11.2020, var lögð fram tillaga að lóðarblaði fyrir lóðina Kvistahlíð 21, á Sauðárkróki. Á lóðarblaði kemur fram flatarmál lóðar, stærð byggingarreits, nýtingarhlutfall/byggingarmagn á byggingarreit, uppgefin mænisstefna auk hnita með afmörkun lóðar. Lóðin er 789 m2 að stærð og byggingarreitur 431 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall lóðar er 0.31. Gert er ráð fyrir einnar hæðar húsi með hæð húss allt að 5.0m. Skipulags- og byggingarnefnd fól skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna nálægum lóðarhöfum.
    Skipulagsfulltrúi hefur grenndarkynnt tillöguna, og voru bréf þess efnis send á lóðarhafa í Kvistahlíð 4,6,8,10 9,11,13,15,17, og 19. Einnig voru send bréf á lóðarhafa í Grenihlíð 26, 28,30 og 32.
    Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum.
    Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til nýtt endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 hefur öðlast gildi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Christine Busch kt. 251262-2769 og Michael Busch kt. 141155-2459, eigendur Neðra Áss 2 í Skagafirði, landnr. 146478, óska eftir heimild til að afmarka byggingarreit á jörðinni, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, unnin af Stoð ehf. Verkfræðistofu. Á byggingarreitnum er fyrirhugað að reisa sambyggt hesthús og reiðhöll. Einnig er sótt um heimild til lagningar vegar að byggingarreitnum frá Ásvegi (769), nýtt verður tenging við veginn sem er þegar til staðar og liggur að námu og beitarhólfi.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Björn Sverrisson kt. 010261-3099, þinglýstur eigandi sumarbústaðarlandsins Bakkatúns, L230823, óskar eftir heimild til að afmarka 1.606 m² byggingarreit á landi Bakkatúns skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Um er að ræða byggingarreit fyrir sumarhús að hámarki 50 m² að stærð og 14,8 m² geymslu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Ómar Ívarsson frá ráðgjafafyrirtækinu Landslag ehf, f.h. Fljótabakka ehf. kt. 531210-3520 leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Depla L146791 í Fljótum Skagafirði. Deiliskipulagið tekur til um 9,3 ha lands, sem er skilgreint í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, sem verslunar- og þjónustusvæði (V1-3). Megininntak deiliskipulags tekur til núverandi veiði- og gistihúsa reits A (A1) og stækkunarmöguleika með nýjum reit, A (A2), þar sem gert er ráð fyrir allt að 3000m2 byggingarmagni samanlagt á báðum reitum. Þá er settur út byggingarreitur (B), þar sem er ætlunin að byggð verði þjónustubygging fyrir ferðamenn allt að 250m2. Einnig eru settir út 2 reitir (C) sem eru ætlaðir til afmörkunar fyrir eldsneytisgeymslur og eldsneytisdælur. Aðkoma að svæðinu er af Ólafsfjarðarvegi.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi á Deplum, og mælist til að Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki tillöguna og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Deplar Ferðaþjónusta-Deiliskipulag". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Í samræmi við 8. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum hefur Skipulagsstofnun farið yfir framlagða tillögu Landsnets að matsáætlun ásamt þeim umsögnum og athugasemdum sem borist hafa stofnuninni og viðbrögðum framkvæmdaraðila við þeim. Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu framkvæmdaraðila með nokkrum athugasemdum. Þetta tilkynnir stofnunin í bréfi 29. desember 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Guðmundur Þór Elíasson kt. 271277-3429 og Jóhanna H Friðriksdóttir kt. 080579-5359 eigendur Vamalæks lands L207441, óska eftir að leyfi til að breyta heiti/ lands og húss og óska eftir að nýtt bæjarheiti verði Arnarholt.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðna nafngift.
    Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Halldór Bjarnason kt. 260672-5689 f.h. Stjörnuverks ehf kt. 660417-0600, sækir um byggingarlóðina Borgarteigur 8, á Sauðárkróki. Umrædd lóð er ætluð til atvinnustarfsemi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda. Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009 þinglýstur eigandi jarðarinnar Laugarhvammur, landnúmer 146196 óskar eftir heimild til að stofna þrjár lóðir úr landi jarðarinnar, sem „Laugarhvammur 16“, „Laugarhvammur 17“ og „Laugarhvammur 18“ skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Laugarhvammur 16 verður 2.913 m² að stærð. Laugarhvammur 17 verður 2.078 m² að stærð.
    Laugarhvammur 18 verður 1.904 m² að stærð. Jafnframt er óskað eftir því að útskiptar lóðir verði teknar úr landbúnaðarnotkun og skráð notkun verði sumarbústaðarland (60). Landheiti tengjast upprunajörð þar sem staðvísir er heiti upprunajarðar og staðgreinir miðar við fyrri landskipti úr Laugarhvammi L146196. Engin fasteign er á umræddum lóðum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Laugarhvammi, landnr. 146196. Fyrir liggur þinglýst yfirlýsing dags. 15.1.2021, um umferðarrétt um lóðina Hólabrekku L221426, að ofangreindum lóðum.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Magnús Tómas Gíslason kt. 040776-5329 og Margrét Berglind Einarsdóttir kt. 180276-3199, leggja fram umsókn um breytta afmörkun lóðanna Kárastígs 14 og Kárastígs 16, á Hofsósi. Breytingin mun gera aðkomu bíla inn á lóð 16 greiðari. Núverandi aðkoma er mjög þröng og örðug. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa á Kárastíg 12 (Mela) og 14. Þá liggur fyrir afstöðuuppdráttur, unnin af Tnet, sem sýnir nýja afmörkun lóðanna.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Skipulagsfulltrúi leggur fram nokkrar tillögur/drög að nýju deiliskipulagi íbúðarbyggðar í svokölluðu Nestúni. Um er að ræða nýja götu íbúðabyggðar sem liggur ofan við götuna Laugatún og neðan Sæmundarhlíðar á Sauðárkróki. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og í samræmi við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem verður auglýst á næstunni til lokakynningar.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Þröstur Ingi Jónsson kt. 060371-3699 f.h. RH. Endurskoðunar ehf. kt. 660712-0380 og Naflans ehf. kt. 670509-2140 óskar umsagnar um hvor leyfi fáist fyrir viðbyggingu við skrifstofuhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 1 við Sæmundargötu. Fyrirhuguð stækkun, tvær hæðir, 9.0 m út frá og með norðaustur hlið húss, samkvæmt meðfylgjandi gögnum, unnin af Verkís. Skipulags- og byggingarnefnd líst vel á fyrirhugaða stækkun húss við Sæmundargötu 1, og telur að með breikkun hússins muni fást betri heildarmynd og samfella húsa að austanverðu við Sæmundargötu. Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 113. dags. 12.1.2021 Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.