Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 398

Málsnúmer 2102005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 407. fundur - 24.02.2021

Fundargerð 398. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 10. febrúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 407. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 398 Skipulagsfulltrúi leggur fram gögn sem skýra afmörkun íbúðarhúsalóðarinnar Knarrarstígur 1 , L143551, á Sauðárkróki. Gögn unnin af Stoð ehf verkfræðistofu. Lóðin hefur verið mæld upp með nákvæmum gps tækjum, og er niðurstaða mælinga, að stærð lóðar er 1122,5 m2. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir afmörkun lóðarinnar og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá nýjum lóðarleigusamningi. Bókun fundar Afgreiðsla 398. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 398 Skúli Hermann Bragason kt. 280272-3619, sækir um byggingarlóðina Kleifatún 9-11 á Sauðárkróki, til byggingar parhúss á lóðinni.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 398. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 398 Vilborg Elísdóttir kt. 010171-3349 og Ómar Björn Jensson kt. 190468-4299 eigendur íbúðarhúsalóðarinnar Gil 6, L230527 sækja um leyfi skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að nefna lóðina ásamt íbúðarhúsi sem á lóðinni stendur Gilseyri. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 398. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 398 Sigurjón Rúnar Rafnsson kt.281265-5399, þinglýstur eigandi jarðarinnar Staðarhofs, landnúmer 230392 óskar hér með eftir heimild til að stofna 6.944 m² spildu sem „Staðarhof 2“ og 1.480 m² spildu sem „Staðarhof 3“, úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 732606 útg. 27. jan. 2021, unninn af Stoð ehf. verkfræðistofu. Innan merkja Staðarhofs 2 verður hesthús og vélageymsla. Óskað er eftir því að Staðarhof 3 verði skráð sem frístundalóð. Umferðarréttur að útskiptum spildum er í landi Staðarhofs, L230392.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 398. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 398 Gunnlaugur Oddsson kt.150562-3259 og Helga Freysdóttir kt.210363-2119, þinglýstir eigendur jarðarinnar Gröf, landnúmer 146532 óska eftir staðfestingu á hnitsettum landamerkjum jarðarinnar, vestan Siglufjarðarvegar (76), á móti Grafargerði og Miðhúsum skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-01 í verki 756501 útg. 13. jan. 2021. Þá óska landeigendur eftir heimild til að stofna 131 ha (1.314.984 m²) spildu úr landi jarðarinnar, sem „Gröf 3“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 756501 útg. 13. jan. 2021. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir því að útskipt spilda haldi skilgreiningu sem jörð. Innan merkja fyrirhugaðrar spildu eru matshlutar 10 og 12. Matshluti 10 er 657,3 m² minkahús byggt árið 1985 og matshluti 12 er 894,4 m² minkahús byggt árið 1989. Þessi mannvirki skulu fylgja útskiptri spildu. Ræktað land sem fylgir landskiptum nemur um 12,3 ha og er sýnt á afstöðuuppdrætti. Engin hlunnindi fylgja landskiptum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Gröf, landnr. 146532. Fyrir liggur landamerkjalýsing með undirritun eigenda Grafargerðis L146527, Miðhúsa L146567 og Grafar L146532 um að landamerki og afmörkun Grafar L146532 séu ágreiningslaus. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 398. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 398 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs í samráðsgátt mál nr. 30/2021, drög að frumvarpi til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Umsagnarfrestur er til og með 23.02.2021.
    Skipulags- og byggingarnefnd fagnar breytingum sem geta orðið til einföldunar og styttingar á verkferlum vegna umhverfismats áætlana og umhverfismati framkvæmda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 398. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 398 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 398. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.