Fara í efni

Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 27

Málsnúmer 2102010F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 407. fundur - 24.02.2021

Fundargerð 27. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks frá 10. febrúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 407. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 27 Farið yfir hönnunargögn, verk- og kostnaðaráætlun 2. áfanga byggingar við Sundlaug Sauðárkróks. Gögnin kynntu Eyjólfur Þórarinsson og Atli Gunnar Arnórsson frá Stoð ehf., verkfræðistofu.
    Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að bjóða verkið út á grundvelli þeirra gagna sem kynnt voru á fundinum.
    Bókun fundar Fundargerð 27. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.