Skipulags- og byggingarnefnd - 399
Málsnúmer 2102021F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 407. fundur - 24.02.2021
Fundargerð 399. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 16. febrúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 407. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 399 Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi nýrrar íbúðarhúsagötu í „Túnahverfi“ sem gerir ráð fyrir alls 14 nýjum byggingarlóðum fyrir einbýlishús. Nafn götunnar verður Nestún og er gert ráð fyrir 7 lóðum sitthvoru megin götu. Austan götu er gert ráð fyrir tveggja hæða húsum, en einnar hæðar húsum vestan götu. Stærð svæðis er 36.451m2, og er tillagan í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, skilgreint sem ÍB-3.9, og hefur skilgreininguna ÍB-4.9, í nýju endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem er í skipulagsferli.
Stærðir lóða eru frá ríflega 818,8 m2 og upp í 870.0 m2. Byggingarreitir eru frá 358,5 m2 upp í 441.0 m2. Þök verða tvíhallandi, með þakhalla frá 11-14 gráður. Tillagan er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna tillöguna áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Bókun fundar Afgreiðsla 399. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.