Fara í efni

Göngustígur uppá Nafir milli Grjót- og Grænuklaufar

Málsnúmer 2102041

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 177. fundur - 08.02.2021

Lagt var fyrir nefndina erindi frá Svönu Ósk Rúnarsdóttur um ílla farinn göngustígur uppá Nafir milli Grjót- og Grænuklaufar.
Svana Ósk Rúnarsdóttir fulltrúi Byggðalistans óskar eftir því að umhverfis og samgöngunefnd feli sviðstjóra að koma af stað lagfæringu á tröppum upp nafir að sunnan. Tröppurnar eru í lélegu ásigkomulagi og brýnt er að bæta úr ástandi trappanna.
Nefndin tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra og garðyrkjustjóra að fylgja málinu eftir.