Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Fundagerðir Hafnasambands 2020
Málsnúmer 2001004Vakta málsnúmer
Lagðar voru fram til kynningar fundargerðir 429 og 430 frá Hafnasambandi Íslands.
2.Fundagerðir Hafnasambands Ísl 2021
Málsnúmer 2101005Vakta málsnúmer
Lögð var fram til kynningar fundargerð 431 frá Hafnasambandi Íslands.
3.Sorphirða á Reykjaströnd
Málsnúmer 2101252Vakta málsnúmer
Ásta Birna Jónsdóttir fyrir hönd bæjanna Steinn, Fagraberg, Fagragerði, Hólakot og Ingveldarstaði-syðri á Reykjaströnd óskar eftir að komið yrði á sorphirðu fyrir bæina.
Unnið er að útboði á sorphirðu í Skagafirði. Lagt verður mat á kostnað í þeirri vinnu við að sækja sorp heim á bæi og á móti því að núverandi kerfi verði áfram með sama hætti. Því hafnar nefndin þessari beiðni á þessum tímapunkti.
Útboð á sorphirðu verður á vordögum 2021.
Unnið er að útboði á sorphirðu í Skagafirði. Lagt verður mat á kostnað í þeirri vinnu við að sækja sorp heim á bæi og á móti því að núverandi kerfi verði áfram með sama hætti. Því hafnar nefndin þessari beiðni á þessum tímapunkti.
Útboð á sorphirðu verður á vordögum 2021.
4.Opnunartímar sorpmóttökustöðva
Málsnúmer 2010194Vakta málsnúmer
Opnunartími Förgu, Varmahlíð er mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og laugardaga frá kl. 13-16. Mikil umræða hefur verið að þessu opnunartími sé óhentugur.
Nefndin leggur til að opnunartíma verði breytt í 14-17 á sömu dögum. Breytingin verður nánar auglýst í fréttamiðlum þegar að því kemur.
Nefndin leggur til að opnunartíma verði breytt í 14-17 á sömu dögum. Breytingin verður nánar auglýst í fréttamiðlum þegar að því kemur.
5.Göngustígur uppá Nafir milli Grjót- og Grænuklaufar
Málsnúmer 2102041Vakta málsnúmer
Lagt var fyrir nefndina erindi frá Svönu Ósk Rúnarsdóttur um ílla farinn göngustígur uppá Nafir milli Grjót- og Grænuklaufar.
Svana Ósk Rúnarsdóttir fulltrúi Byggðalistans óskar eftir því að umhverfis og samgöngunefnd feli sviðstjóra að koma af stað lagfæringu á tröppum upp nafir að sunnan. Tröppurnar eru í lélegu ásigkomulagi og brýnt er að bæta úr ástandi trappanna.
Nefndin tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra og garðyrkjustjóra að fylgja málinu eftir.
Svana Ósk Rúnarsdóttir fulltrúi Byggðalistans óskar eftir því að umhverfis og samgöngunefnd feli sviðstjóra að koma af stað lagfæringu á tröppum upp nafir að sunnan. Tröppurnar eru í lélegu ásigkomulagi og brýnt er að bæta úr ástandi trappanna.
Nefndin tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra og garðyrkjustjóra að fylgja málinu eftir.
6.Samráð; Drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis
Málsnúmer 2101164Vakta málsnúmer
Farið var yfir drög að breytingum á lögum á hringrásarhagkerfis og umsögn byggðarráðs um málefnið.
Nefndin tekur undir bókun byggðarráðs.
Á 951. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, 3. febrúar 2021, var samþykkt eftirfarandi bókun um drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfisins.
„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar endurskoðun á lögum vegna innleiðingar á hringrásarhagkerfinu. Um afar mikilvægan málaflokk er að ræða og brýnt að haga undirbúningi breytinga og innleiðingu þeirra á sem bestan og raunhæfastan hátt. Í frumvarpinu má finna margar jákvæðar tillögur og ber þá sérstaklega að nefna aukna framleiðendaábyrgð, þ.e. að sá sem valdi mengun bæti umhverfistjón sem af henni hlýst og beri kostnað af því.
Í frumvarpinu er bæði lagt til að fjölga þeim vörum er bera framleiðendaábyrgð (úrvinnslugjald) ásamt því að leggja til að framleiðendur standi undir fleiri þáttum við meðhöndlun úrgangs en nú er.
Byggðarráð styður meginatriði frumvarpsins en telur þó mikilvægt að nýtt sé betur svigrúm í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins. Jafnframt þarf að skýra lagatextann svo ávallt sé ljóst hver ber ábyrgð hverju sinni sem og hvað sé innifalið í þeirri ábyrgð. Er þá sérstaklega verið að vísa til framleiðendaábyrgðar og ábyrgðar sveitarfélaga þegar kemur að meðhöndlun úrgangs. Samkvæmt frumvarpsdrögum eiga lagabreytingarnar að taki gildi strax 1. júlí nk. en ákvæði um ábyrgð framleiðenda og innflytjenda á tilteknum plastvörum og veiðarfærum á plasti taka ekki gildi fyrr en 1. janúar 2023.
Sveitarfélög hafi jafnframt frest til 1. júlí 2023 til að innleiða aðskilda sérsöfnun á pappír og pappa, plasti og málmum og innleiða breytingar á gjaldheimtu. Ekki verður séð að það að flýta innleiðingu umfram það sem er að finna í Evróputilskipun vegi upp á móti þeim ókostum er því fylgir.
Byggðarráð leggur áherslu á að nauðsynlegt er að gefa sveitarfélögum landsins svigrúm til að tryggja árangursríka innleiðingu án ónauðsynlegs kostnaðar.“
Nefndin tekur undir bókun byggðarráðs.
Á 951. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, 3. febrúar 2021, var samþykkt eftirfarandi bókun um drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfisins.
„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar endurskoðun á lögum vegna innleiðingar á hringrásarhagkerfinu. Um afar mikilvægan málaflokk er að ræða og brýnt að haga undirbúningi breytinga og innleiðingu þeirra á sem bestan og raunhæfastan hátt. Í frumvarpinu má finna margar jákvæðar tillögur og ber þá sérstaklega að nefna aukna framleiðendaábyrgð, þ.e. að sá sem valdi mengun bæti umhverfistjón sem af henni hlýst og beri kostnað af því.
Í frumvarpinu er bæði lagt til að fjölga þeim vörum er bera framleiðendaábyrgð (úrvinnslugjald) ásamt því að leggja til að framleiðendur standi undir fleiri þáttum við meðhöndlun úrgangs en nú er.
Byggðarráð styður meginatriði frumvarpsins en telur þó mikilvægt að nýtt sé betur svigrúm í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins. Jafnframt þarf að skýra lagatextann svo ávallt sé ljóst hver ber ábyrgð hverju sinni sem og hvað sé innifalið í þeirri ábyrgð. Er þá sérstaklega verið að vísa til framleiðendaábyrgðar og ábyrgðar sveitarfélaga þegar kemur að meðhöndlun úrgangs. Samkvæmt frumvarpsdrögum eiga lagabreytingarnar að taki gildi strax 1. júlí nk. en ákvæði um ábyrgð framleiðenda og innflytjenda á tilteknum plastvörum og veiðarfærum á plasti taka ekki gildi fyrr en 1. janúar 2023.
Sveitarfélög hafi jafnframt frest til 1. júlí 2023 til að innleiða aðskilda sérsöfnun á pappír og pappa, plasti og málmum og innleiða breytingar á gjaldheimtu. Ekki verður séð að það að flýta innleiðingu umfram það sem er að finna í Evróputilskipun vegi upp á móti þeim ókostum er því fylgir.
Byggðarráð leggur áherslu á að nauðsynlegt er að gefa sveitarfélögum landsins svigrúm til að tryggja árangursríka innleiðingu án ónauðsynlegs kostnaðar.“
Fundi slitið - kl. 12:00.