Lagt fram erindi frá Einari Kára Magnússyni vegna fyrirsjáanlegs biðlista við leikskólann Birkilund í Varmahlíð árin 2021 og 2022. Í ljósi fjölgunar íbúa, ekki síst ungs fólks, á starfssvæði Birkilundar er hvatt til þess að sveitarstjórn bregðist við fyrirséðum skorti á leikskólaplássum. Fræðslunefnd þakkar Einari Kára greinargott erindi. Starfsfólk fræðsluþjónustu sveitarfélagsins fylgist grannt með biðlistum við leikskóla Skagafjarðar og á reglulegt samtal við leikskólatjóra um stöðuna. Varðandi Birkilund sérstaklega er útlit fyrir að flest börn frá eins árs aldri fái leikskólavistun við upphaf næsta skólaárs. Jafnframt er bent á að nú er í gangi vinna við framtíðarskipulag skólamála í Varmahlíð og er þess vænst að niðurstaða um hvernig staðið verði að uppbyggingu leik- og grunnskóla þar liggi fyrir á næstu vikum. Ástæða er til að hraða vinnu við úrbætur starfsumhverfis leikskólans Birkilundar sem kostur er og hvetur fræðslunefnd sveitarstjórnir beggja sveitarfélaganna í Skagafirði til að ganga rösklega til verks í þeim efnum.
Fræðslunefnd þakkar Einari Kára greinargott erindi. Starfsfólk fræðsluþjónustu sveitarfélagsins fylgist grannt með biðlistum við leikskóla Skagafjarðar og á reglulegt samtal við leikskólatjóra um stöðuna. Varðandi Birkilund sérstaklega er útlit fyrir að flest börn frá eins árs aldri fái leikskólavistun við upphaf næsta skólaárs. Jafnframt er bent á að nú er í gangi vinna við framtíðarskipulag skólamála í Varmahlíð og er þess vænst að niðurstaða um hvernig staðið verði að uppbyggingu leik- og grunnskóla þar liggi fyrir á næstu vikum. Ástæða er til að hraða vinnu við úrbætur starfsumhverfis leikskólans Birkilundar sem kostur er og hvetur fræðslunefnd sveitarstjórnir beggja sveitarfélaganna í Skagafirði til að ganga rösklega til verks í þeim efnum.