Fara í efni

Biðlistar á leikskólum 2020-2021

Málsnúmer 2102082

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 165. fundur - 10.02.2021

Biðlistar vegna leikskólanna í Skagafirði kynntir og ræddir. Fræðslunefnd hvetur sveitarstjórn til að huga vel að innviðauppbyggingu hvað leikskóla Skagafjarðar varðar. Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað talsvert m.v. nýjustu íbúatölur og svo virðist sem barnafjölskyldum fjölgi mest. Örugg og fagleg dagvistun barna er forsenda þess að barnafjölskyldur geti og vilji flytjast til Skagafjarðar.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir óskar bókað: VG og óháð leggja áherslu á fjölskylduvænt samfélag í sveitarfélaginu Skagafirði. Eitt af grunnatriðum fýsilegrar búsetu fyrir ungt fólk er að uppbygging innviða sé í takt við byggðaþróun bæði í þéttbýli og dreifbýli. Skortur á leikskólaplássum hefur verið langvarandi hjá sveitarfélaginu en það er með öllu ótækt að allt að fjögurra ára börn fái ekki leikskólavist og biðlistar séu viðvarandi. Nauðsynlegt er að gera ráðstafanir nú þegar, til að tryggja öllum börnum sveitarfélagsins, eins árs eða eldri, leikskólavist á haustmánuðum þessa árs.