Fara í efni

Samningur um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra frá 2021

Málsnúmer 2102092

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 952. fundur - 10.02.2021

Lögð fram drög að samningi, til eins árs, um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk með gildistíma frá 1. mars 2021. Málið rætt og verður tekið fyrir síðar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 953. fundur - 17.02.2021

Lagður fram samningur um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk milli sveitarstjórna Akrahrepps, Blönduóssbæjar, Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar, með gildistíma 1. mars 2021 til 28. febrúar 2022.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 407. fundur - 24.02.2021

Visað frá 853. fundi byggðarráðs þann 17. febrúar 2021 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lagður fram samningur um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk milli sveitarstjórna Akrahrepps, Blönduóssbæjar, Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar, með gildistíma 1. mars 2021 til 28. febrúar 2022.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti.

Framlagður samningur borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 289. fundur - 03.05.2021

Lagður fram til kynningar Þjónustusamningur sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk á svæðinu. Öll sveitarfélögin hafa samþykkt samninginn fyrir sitt leyti. Samningurinn gildir frá 1. apríl þessa árs til loka febrúar 2022. Nokkrar veigamiklar breytingar hafa verið gerðar frá fyrri samningi, m.a. er lýtur að ráðgjöf og stjórnfyrirkomulagi þjónustunnar.