Fara í efni

Bensínleki við N1 Hofsósi - beiðni um leyfi til mælinga.

Málsnúmer 2102181

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 970. fundur - 16.06.2021

Lagt fram bréf dagsett 11. júní 2021 varðandi mengunartjón við Suðurbraut á Hofsósi sem Advel lögmenn rita fyrir hönd N1 ehf. Fyrirhugaðar eru rannsóknir og sýnatökur um mánaðamótin júní/júlí n.k. Óskað er eftir því að Sveitarfélagið Skagafjörður veiti heimild fyrir framkvæmdinni í landi sveitarfélagsins á Hofsósi þannig að taka megi sýni úr jarðvegi til nánari greiningar.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 181. fundur - 21.06.2021

N1 hefur sótt um leyfi til frekari ransóknar á bensínleka í Hofsósi.

Nefndin fagnar því að markviss vinna við greiningu og gerð áætlunnar um aðgerðir við hreinsun liggur fyrir. Einnig samþykkir hún þá nálgun sem fram kemur í áætlun N1.

Úr samþykkt Umhverfisstonunar frá 1. júní 2021 "Umhverfisstofnun samþykkir tillögur N1 að sýnatökustöðum fyrir jarðvegsmælinar og frekari rannsóknir á dreifingu mengunar af völdum leka frá bensíntanki N1 á Hofsósi sem lögð var fram í bréfi dags. 1.júní 2021. Stofnunin telur brýnt að ráðast í þessar rannsóknir svo fljótt sem mögulegt er svo hægt sé að styðjast við niðurstöður þeirra við gerð áætlunar um hreinsun svæðisins sem stofnunin hefur óskað eftir að sendar verði stofnuninni eigi síðar en 15. júlí nk. Tekið skal fram að hafa skal samráð við stofnunina áður en farið er í hvers konar hreinsun á menguninni."

Nefndin vísar ósk um rannsóknar- og graftrarleyfi til skipulags- og byggingarnefndar.

Byggðarráð Skagafjarðar - 35. fundur - 15.02.2023

Lagðar fram til kynningar skýrslur frá Verkís um niðurstöður vöktunarferða í október og nóvember 2022 - mælingar á TVOC og CO2, CH4 og SO2, í tengslum við vöktun á rokgjörnum lífrænum efnum úr neðanjarðargeymi N1 á Hofsósi.